þriðjudagur, desember 12, 2006

Gáfaði íslenski hreimurinn.

Ég held að það þurfi að markaðssetja íslenska hreiminn. Mér finnst ég nefnilega standa höllum fæti hér í skólanum. Það er norsk stelpa í bekknum mínum sem reynir ekki einu sinni að tala dönsku, syngur bara sína norsku, og það er bara voða sætt. Johnny frá Palestínu talar bara ensku, og sleppur þannig. Ég hins vegar nota alltaf samviskulega mína dönsku, örugglega borna fram með hryllilega hörðum íslenskum hreimi, og hljóma bara eins og enn einn útlendingurinn sem getur ekki talað almennilega dönsku.

Ef ég væri frönsk þá myndi bjagaða danskan mín bara virka heillandi (eða við gefum okkur það) og skoskur eða írskur hreimur væri náttúrulega ferlega sexý. Þýskur hreimur vekur hins vegar upp ímynd af einhverjum kómískum karakter.

En hvaða ímynd tengist íslenska hreiminum? Akkúrat engin. Þannig að ég legg til að íslenski hreimurinn verði markaðsettur sem gáfaður. Ekki veitir af fyrir aumingja íslensku ráðherrana sem reyna að tala útlensku og hljóma alltaf......ja eins og einhverjir sem tala lélega útlensku.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home