laugardagur, nóvember 11, 2006

Dumme, dumme danske system..

Í gær ætlaði ég aldeilis að kenna Yrju að redda sér. Við tvær vorum nefnilega á leiðinni í Laden (söngæfingarhúsið mitt) í gær og sáum þó nokkuð af gosdósum á leiðinni. Þannig að ég sagði við Yrju að ef hún myndi týna dósirnir þá gætum við farið niður í City Vest eftir söngæfinguna og fengið pening fyrir dósirnar og hún mætti síðan kaupa sér nammi fyrir peninginn. Heilmikill lærdómur í þessu um vinnuframlag og laun, he, he.

Við fylltum einn poka af dósum og rölltum síðan niður í City Vest. Þar er vél sem étur dósirnar og spýtir síðan út úr sér kvittun. En það kom í ljós að dósirnar þurfa að vera sérmerkar skiladósir, þannig að allar kókdósir eru sko ekki jafnar. Þegar vélin var búin að gleypa 10 dósir og vildi ekki borga nema fyrir eina þeirra þá gafst ég upp.

Yrja fékk samt nammið sitt. En ég segi bara vitlausa danska kerfi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home