sunnudagur, nóvember 05, 2006

Pabbi, mamma, börn og strætó.






Úff, ég er farin að halda að það hafi verið mistök að eiga þrjú börn með svona stuttu millibili. Skruppum í bæinn í gær og vorum á tímabili með þrjú vælandi börn, standandi aftast í vagninum þar sem hann var fullur af fólki. Hefði verið fínt að eiga eitt stórt barn til að hjálpa til. Þær geta hins vegar verið alveg yndislegar........ sérstaklega þegar þær sofa. Það var hins vegar mjög gáfulegt að drífa sig í skóla og láta manninn sjá um börnin.

Í skólanum erum við búin að vera vinna með módel alla vikuna. Alveg meiriháttar. Í næstu viku byrjum við hins vegar að vinna með tölvur, sem ég er ekki eins spennt fyrir. En þetta fyrsta ár snýst víst um að vinna með myndlist á sem breiðustum grunni. Og í lok mánaðarins skreppum við svo til Hamborgar.

Veturinn er komin til Danmerkur, sem ég er alveg hæstánægð með. Verð að segja að mér finnst mun erfiðara að klæða mig eftir veðri hérna, heldur en heima. Heima er bara annað hvort kalt eða aðeins meira kalt. En hérna getur verið skítakuldi um morguninn og svo bara þó nokkuð hlýtt eftir hádegi, sem þýðir að maður er að deyja úr hita í þykku vetrarfötunum. Pirrandi.

Annars er fíllinn eftir Yrju en ekki mig, ef einhver er í vafa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home