mánudagur, október 30, 2006

Bókhald

Jæja, þá er ég búin að gera upp mánuðinn...og úff, það er sko hægt að gera betur. Nóvember verður því sannkallaður nirfilsmánuður og neyslugræðginni haldið niðri. Ég er spennt að sjá hvað er lágmarkið sem við fjölskyldan þurfum til að lifa af hérna í Danmörku. Markmiðið er sem sagt að eyða eingöngu í nauðsynjar. Nauðsynjar verða skilgreindar sem skjól, grunnfæði til að lifa af(samt mest lífrænt þó það sé dýrara), lyf (ef þarf), og útgjöld sem ekki er hægt að komast hjá, eins og pappír fyrir skólann o.s.fr. (ég ætla síðan að reyna að komast hjá því að túlka síðasta flokkinn of vítt!).

Ég fæ því ekki að taka strætó í skólann og þarf því að fara í það í dag að gera við hjólið hans Páls, enda löngu orðið tímabært.

Svo er það bara pastagerð, vínframleiðsla (Páll er úti að týna berin), brauð- og kökubakstur o.s.fr. Mig langar að panta mér ostagerðasett (fyrir harðan ost) á netinu en ætla að bíða með það, það hlýtur að vera hægt að fá þennan renni einhvers staðar hérna í kring, og redda sér síðan áhöldunum ódýrt.

5 Comments:

Blogger Ester said...

Þið eruð nú algjörir snillingar sko :D ...ég held að ég ætli bara að velta visanu svolítið um þessi mánaðamót (og já ...uppgjörið fyrir mánuðinn hjá mér sé ég bara á visakortinu ...hehe)

3:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er hægt að búa til ost heima, þarf ekki alls konar græjur? Og ostahleypi? Svo tekur þetta held ég marga mánuði, en þið eruð nú svo klár...

1:50 e.h.  
Blogger the honeybee said...

Jú, thad á víst ad vera hægt ad gera hardan ost heima hjá sér, og jú thad tharf einhverjar grunngræjur. Thad er hægt ad kaupa sér svona ,,beginners kit" á netinu.

Páll kom heim med ca. 15kg af eplum i gær, thar sem berin voru víst of bragdlaus. Thannig ad hann ætlar ad leggja i eplavin.

5:49 f.h.  
Blogger Ester said...

...ég verð nú að viðurkenna að mér líst rosalega vel á það að búa til vín ,ég verð að reyna að fara að koma Ara í það aftur!

7:51 f.h.  
Blogger Ester said...

...og hei, guess what! Ég stend mig betur en ég hélt! ég þurfti ekki að setja reikninginn á visa-rað eins og ég var búin að búast við. Þrefalt húrra fyrir því!

9:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home