Snilli lilli
Ég fann snigill i baðkarinu mínu í gærkvöldi. Pínulítið grey. Ég hafði reyndar verið í baði fyrr um daginn, en ég ætla rétt að vona að það sé ekkert samhengi þar á milli. Annars hef ég náð nýjum óhreinindaþröskuldi.
Nei, hann hefur líklega komið upp um niðurfallið. Mér finnst samt hálf ótrúlegt að hann hafi skriðið upp á fimmtu hæð ( það sem danirnir kalla reyndar þriðju hæð. 1.hæðin er ómerk af því að það býr engin þar, 2.hæðin heitir jarðhæð, og á 3.hæð erum við farin að númera hæðirnar !), hinn möguleikinn er að það sé eitthvað óvenjulega ríkt líf í rörunum undir íbúðinni okkar.
Allavega þá planaði ég að það yrði björgunarleiðangur daginn eftir. Við fjölskyldan erum í góðri þjálfun, því flestir göngutúrar með stelpunum snúast um það ad bjarga sniglum og ýmsum öðrum skorkvikyndum frá bráðum dauða á göngustígunum, eða að kíkja eftir tómum sniglahúsum.
Ég hellti því smá vatni yfir snigilinn svo hann myndi nú örugglega lifa nóttina af. Sem hann og gerði, og við fundum síðan tré fyrir hann að setjast að í.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home