Góður dagur
Hjólið er loksins komið í lag. Það var alveg yndislegt að hjóla í skólann í morgun. Tókst reyndar að villast aðeins, enda fór ég skógarstíginn, og það var svolítið erfitt að átta sig á því hvar maður ætti að koma inn í bæinn aftur. Ég var smá stressuð að þurfa að fara seinasta bútinn á umferðargötunum, en ég fann mér bara hjólreiðamann sem virtist vita hvert hann var að fara og elti hann. Hann fór líka að Vestergade þar sem skólinn minn er, þannig að þetta reddaðist allt. Það tekur svona 30 mín. að hjóla þetta, en vá.....hvað maður er mikið ferskari eftir hjólreiðatúrinn heldur en að húka í strætó. Ég á svo eftir að sjá hvernig ég pluma mig í hellidembum.
Annars erum við búin að vera dugleg síðustu daga. Búin að baka alveg helling, bæði hollt brauð og góðar kökur, sem að stelpurnar hjálpuðu með. Eplavínið hans Páls er að gerjast og ég ætla að fara að sjóða saman sykurleðju til að fjarlægja náttúrulegu legghlífarnar mínar. Og svo þarf ég að útbúa djúpnæringu í hárið þar sem sú keypta er búin og djúpnæring kemst ekki á listann yfir lífsnauðsynlega hluti. Næturkrem þarf ég einnig að útbúa bráðlega og það verður fróðlegt að vita hvað ég get nýtt úr eldhúsinu í það. Það eru sem sagt spennandi tímar framundan ;-)
Annars erum við búin að vera dugleg síðustu daga. Búin að baka alveg helling, bæði hollt brauð og góðar kökur, sem að stelpurnar hjálpuðu með. Eplavínið hans Páls er að gerjast og ég ætla að fara að sjóða saman sykurleðju til að fjarlægja náttúrulegu legghlífarnar mínar. Og svo þarf ég að útbúa djúpnæringu í hárið þar sem sú keypta er búin og djúpnæring kemst ekki á listann yfir lífsnauðsynlega hluti. Næturkrem þarf ég einnig að útbúa bráðlega og það verður fróðlegt að vita hvað ég get nýtt úr eldhúsinu í það. Það eru sem sagt spennandi tímar framundan ;-)
2 Comments:
...já, þetta verður spennó! Þú verður endilega að láta vita hvernig þetta gengur. Stundum fæ ég samt á tilfinninguna að það séu fleiri tímar í ykkar sólahring en mínum :D ... en það er nú bara vegna þess að þið eruð svo dugleg og sniðug að redda ykkur ;)
Já, já ég er á sér samning hjá Tímanum, tveir fyrir einn, he,he.
Annars er ég greinilega ekki í mínu besta hjólaformi. Gamlir kallar taka fram úr mér. Hrmpff...
Skrifa ummæli
<< Home