sunnudagur, desember 03, 2006

Kransakaka

Þvílíkur lúxus að eiga eiginmann sem helsta áhugamál (fyrir utan tónlistina) er að standa tímunum saman í eldhúsinu og búa til mat. Auk þess sem kokkaidolið hans er mamma mín. Ég er viss um að margir ítalskir karlmenn myndu vilja vera í mínum sporum. Þar er nefnilega ekki óalgeng skilnaðarorsök að nýja eiginkonan eldar ekki eins mat og mamman. Besta ráðið finnst þeim þá bara að yfirgefa eiginkonuna og flytja aftur heim til mömmu.

Annars er bakið á mér í klessu í dag. Við bárum nefnilega sófana upp á 5.hæð í gær. Þ.e.a.s. VIÐ bárum einn sófa upp, en síðan tók Páll hinn sófann á bakið og bar hann einn upp. Og NB þetta eru 3ja sæta sófar. Það er hins vegar ekkert að Páli í bakinu.

Já, og svo var ég ógeðslega dugleg í gær. Ég bjó til aðventukrans. Yrja hefur nefnilega týnt ógrynni af kastaníuhnetum á leikskólanum sínum og svo var ég búin að þurrka allskonar ber í haust. Það er verst að Saga heldur að það eigi að borða kransinn, þannig að hann fær sjálfsagt ekki að standa lengi eins og hann er.

6 Comments:

Blogger Ester said...

haha ...ég las þetta fyrst þannig að þú "ættir eiginmann sem helsta áhugamál" ...sem hefði vissulega verið mjög gott fyrir Pál ;)

4:07 f.h.  
Blogger Silja Rut said...

eins gott að minn framtíðarmaður deili þessu eldamennskuáhugamáli með páli...annars neyðist ég til að:
a)fá vikulegar matarsendingar frá mömmu
b)búa hjá ykkur
c)bjóða mér oftar í mat til ares
d)læra sjálf að elda gott...haha!

8:01 f.h.  
Blogger the honeybee said...

he,he nei Páll hefur ekki ennþá verið settur á áhugamálalistann, enda er sá listi víst nógu langur fyrir.

12:15 e.h.  
Blogger Silja Rut said...

er það með ráðum gert linda mín að hafa bæði bakgrunninn og stafina í svona dökkum litum...eða er þetta kannski bara hjá mér?

ég legg ekki í að lesa þetta svona.

3:23 e.h.  
Blogger the honeybee said...

Hvað meinarðu, stafirnir standa á beige bakgrunni, það ætti nú að vera hægt að lesa það. Annars er ég bara svona myrkur karakter.

2:37 e.h.  
Blogger Silja Rut said...

æji bakgrunnurinn varð alltíeinu brúnn um daginn...:)

3:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home