Jólahvað..
Úff, nú er jólabrjálæðið að fara á fullt hérna í Aarhus. Ég get ekki að því gert að ég verð hálf þunglynd af allri þessari mannmergð og öllu draslinu í búðunum. Meira neyslubrjálæðið. Já, já og hvað er maður þá að þvælast niðri í bæ? Var reyndar að leita að jólakjól fyrir Yrju, í Genbrugsbúðum, af sjálfsögðu. Get bara ekki ímyndað mér að kaupa kjól fyrir 2-500kr. danskar ef ég get keypt hann fyrir 20kr í genbrug. Heppnin var reyndar ekki með okkur í þetta skiptið, en þannig er það bara þegar maður verslar notað, maður getur ekki gengið að hlutunum vísum, en það finnst mér bara allt í lagi. Gerir það bara meira spennandi, maður veit aldrei hvað maður finnur eða hvenær.
Annars er ég búin að sjá það út að það er einhver kona hérna í grenndinni sem er í minni stærð og hefur svipaðan smekk á fötum og ég. Ég hirti nefnilega brúnan ullarfrakka og nokkrar peysur úr ruslinu um daginn. Allt í fínu standi. Þannig að það er bara spurning hvort ég fari ekki bara að hætta versla föt á mig úr Genbrug og bíði bara eftir að hún hendi sínum fötum. Það er meira að segja fínasta ilmvatnslykt af fötunum hennar. He, he nú er ég farin að endurnýta ilmvatnslykt líka. Nenni sko ekki að standa í því að handþvo hreinar prjónapeysur, jafnvel þó ég hirði þær úr ruslinu.
Já og svo er spurning hvort ég sé haldin einhvers konar athyglisbrest. Mér tókst, einu sinni enn, að gleyma lyklunum mínum í skránni yfir nóttina. Hversu utan við sig getur maður eiginlega verið. Maður stingur lyklinum í skránna og opnar hurðina, og púfff, lyklarnir eru gleymdir. Ég er að hugsa um að reyna að venja mig á það að syngja um hurðaropnunina; Da, dí dúmm ég sting lyyyklinum í skrááána, la, la og svooo opna ég hurðina, da ba dí ba rííí og svo teeeeek ég lyyyyklana úr skráánnni og da, da sting þeim í vaaaasann. Einhverja svona minnistækni verð ég allavega að temja mér.
Annars er ég búin að sjá það út að það er einhver kona hérna í grenndinni sem er í minni stærð og hefur svipaðan smekk á fötum og ég. Ég hirti nefnilega brúnan ullarfrakka og nokkrar peysur úr ruslinu um daginn. Allt í fínu standi. Þannig að það er bara spurning hvort ég fari ekki bara að hætta versla föt á mig úr Genbrug og bíði bara eftir að hún hendi sínum fötum. Það er meira að segja fínasta ilmvatnslykt af fötunum hennar. He, he nú er ég farin að endurnýta ilmvatnslykt líka. Nenni sko ekki að standa í því að handþvo hreinar prjónapeysur, jafnvel þó ég hirði þær úr ruslinu.
Já og svo er spurning hvort ég sé haldin einhvers konar athyglisbrest. Mér tókst, einu sinni enn, að gleyma lyklunum mínum í skránni yfir nóttina. Hversu utan við sig getur maður eiginlega verið. Maður stingur lyklinum í skránna og opnar hurðina, og púfff, lyklarnir eru gleymdir. Ég er að hugsa um að reyna að venja mig á það að syngja um hurðaropnunina; Da, dí dúmm ég sting lyyyklinum í skrááána, la, la og svooo opna ég hurðina, da ba dí ba rííí og svo teeeeek ég lyyyyklana úr skráánnni og da, da sting þeim í vaaaasann. Einhverja svona minnistækni verð ég allavega að temja mér.
4 Comments:
Ég er alveg sammála þér með troðninginn í búðunum. Það góða við að vera námsmaður er að þá getur maður farið snemma á þriðjudagsmorgnum, þegar brjálæðið er minna :)
...ég veit ekki hvort að maður á að fara að hafa áhyggjur af þessum ruslaferðum þínum Linda mín, en svo lengi sem þú ert ekki að týna mat þarna uppúr ætti þetta að vera í lagi ;) ...hehe
Ef ykkur vantar jólatré (að vísu ekki mjög frítt jólatré) þá megið þið eiga okkar gamla :D
Ha,ha,ha, en væri samt ekki í lagi að týna lokaðar niðursuðudósir úr ruslinu, svona í princippinu?
Já jólatré, aðalpælingarnar hjá mér núna í sambandi við það, er hvort hafi verri áhrif á umhverfið, gerfi eða ekta.
Úff, það getur bara verið helv.. erfitt að reyna að vera umhverfisvænn og meðvitaður neytandi.
sammála ester, láta matinn vera...
vorum að ræða það um daginn (ég og ester) hvað ég hef orðið líkari og líkari henni stóru systur minni með aldrinum...en stundum get ég nú bara ekki annað en ranghvolft augunum yfir þér linda mín:)
hlakka til að sjá ykkur öll:*
he, he, stundum get ég nú heldur ekki annað en ranghvolft augunum yfir sjálfri mér líka...
Skrifa ummæli
<< Home