þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Úr tilraunaeldhúsi Berglindar

Þá er ég búin að prufa avocado- og skyrnæringu á hárið. Átti reyndar að vera jógúrt, og fyrir þá sem ekki vita þá er Græsk Yoghurt eins og íslenskt skyr. Þessu er bara skellt í matvinnsluvél og látið sitja í hárinu í hálftíma eða svo. Hárið er bara ferlega vel nært (held ég) og Elfur líka þar sem hún fékk afganginn af næringunni í hádegismat. Ég er síðan að fara búa til krem, þar sem ég pantaði mér kremgerðarsett frá Urtegaarden. Þannig að það er bara Ooommm, og sátt og samlyndi við náttúruna. Úff ætli ég sé born again hippi eða hvað?

Er ekki hægt að fá staðfestupillur? Það er nefnilega búið að vera kynna fyrir okkar deildirnar í fagskólanum. Og fyrirfram var ég ákveðin að fara í málaradeildirnar. En eftir kynningarnar þá er Blandform líka áhugavert, svo og keramik og jafnvel skulptur. Og ef ég þekki mig rétt þá á ég örugglega eftir að fá áhuga á Grafík- og Mediadeildunum, jafnvel þó ég hafi engan áhuga núna. Góð kynning og áhugaverður kennari er nóg. Erfitt að vera svona mikill skoðanaskiptir. Ég á bara ekkert að fá hafa meira en tvo-þrjá möguleika, svona yfirleitt, get höndlað það (oftast).

Svo er ég búin að sjá það að keppnisgenin mín eru sko í formi þó líkaminn sé það ekki. Mér finnst EKKI gaman þegar fólk hjólar fram úr mér. Sjálfsagt einhverjir flóknir komplexar þar á bak við. þannig að það er tvennt í stöðunni a) að fara til Sála og vinna úr þessu eða b) koma mér í form og sjá til þess að það fái engin tækifæri til að taka fram úr mér. Ekki erfitt val. Annars þarf ekki annað fólk til þess að keppnisskapið vakni. Því þá fer ég bara að fylgjast með tímanum, hvort ég nái nú ekki að vera aaaðeins fljótari en í gær......greinilega óforbetranleg keppnismanneskja.

2 Comments:

Blogger the honeybee said...

Nú verðið þið bara að afsaka. Allt í einu birtist færsla sem ég gat ekki birt í gær, þannig að það eru þá tvö blogg sem fjalla nokkurn veginn um það sama. Pretty stupid.

1:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þér er fyrirgefið, alltaf gaman að fá fréttir. Ég sé fram á að þú verðir í þessum skóla næsta áratuginn eða svo, ef þú ætlar að taka allar þessar deildir.

12:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home