Tilraunir úr eldhúsinu
Ef einhver (af hinum fjölmörgu sem lesa þetta blogg mitt ;-)) hefur áhuga á að vita þá á EKKI að sjóða hárfjarlægingarsykursull í hálftíma! Það dugar hins vegar mjög vel að skella mixtúrunni í örbylgju í 3 mín. og voilá. OG ég mæli ekki með því að horft sé á Desperate Housewifes (eða bara á sjónvarp yfirleitt) við dauft ljós, á meðan maður fjarlægir leggjahárin, nema maður hafi áhuga á abstrakt skallablettum á leggjunum.
Olíuhárnæringin sem ég bjó til heppnaðist heldur ekki alveg nógu vel. Eða það er kannski spurning um að ég lesi líka leiðbeiningarnar á netinu þegar ég er búin að skrifa innihaldslýsinguna. Og taki vel eftir hvort nota á næringuna fyrir eða eftir hárþvott. En það er sem sagt EKKI nóg að skola hana úr með heitu vatni. Get ekki enn mælt með eða á móti eggjasjampóinu sem ég bjó til, þarf að kanna það aðeins betur. Og það var kannski aaaaðeins of mikið eplaedik í ediksskolvatninu mínu. Kannski spurning um að ég fari að temja mér aðeins meiri nákvæmni og örlítið minni fljótfærni.
Ég er líka búin að vera dugleg við saumavélina. Er byrjuð á bútasaumsteppi undir jólatréið. Og nei þetta er ekki svona snyrtilegur og fínn bútasaumur eins og mamma gerir. Ég nota tækni sem heitir Crazy Patchwork, sem að leyfir manni miklu meiri óvandvirkni og ónákvæmni. Perfect fyrir mig. Teppið fellur alveg inn í þema mánaðarins, þar sem undirlagið er gert úr fötum sem ég hirti af ruslasvæðinu og heill poki af bútum keyptir á 10dkr. hjá Kirkens Korshær.
Olíuhárnæringin sem ég bjó til heppnaðist heldur ekki alveg nógu vel. Eða það er kannski spurning um að ég lesi líka leiðbeiningarnar á netinu þegar ég er búin að skrifa innihaldslýsinguna. Og taki vel eftir hvort nota á næringuna fyrir eða eftir hárþvott. En það er sem sagt EKKI nóg að skola hana úr með heitu vatni. Get ekki enn mælt með eða á móti eggjasjampóinu sem ég bjó til, þarf að kanna það aðeins betur. Og það var kannski aaaaðeins of mikið eplaedik í ediksskolvatninu mínu. Kannski spurning um að ég fari að temja mér aðeins meiri nákvæmni og örlítið minni fljótfærni.
Ég er líka búin að vera dugleg við saumavélina. Er byrjuð á bútasaumsteppi undir jólatréið. Og nei þetta er ekki svona snyrtilegur og fínn bútasaumur eins og mamma gerir. Ég nota tækni sem heitir Crazy Patchwork, sem að leyfir manni miklu meiri óvandvirkni og ónákvæmni. Perfect fyrir mig. Teppið fellur alveg inn í þema mánaðarins, þar sem undirlagið er gert úr fötum sem ég hirti af ruslasvæðinu og heill poki af bútum keyptir á 10dkr. hjá Kirkens Korshær.
7 Comments:
hahaha við erum svo eins:)
er einmitt búin að vera sauma svolítið undanfarið og áttaði mig á því(eftir öll þessi ár af þrjósku) að stundum bara borgar vandvirknin sig, svei mér þá.
það gerir manni víst ekkert mikið illt að nota stöku sinnum málband og títuprjóna:)
heyrðu nei þetta var ég, litla systir þín
...sem heitir silja en ekki ziljan...
ok ég er hætt...
Ha, ha, mér fannst nú eitthvað ekki passa, þegar ég las kommentið frá Ester, en svo kom skýringin.
Mér finnst "crazy patchwork" líka spennandi aðferð, þar sem hún á við, annars var ég að kaupa mér nýja saumavél í bútasauminn, svo nú verð ég að fara að vera duglegri :)
Ókei, nú kem ég alveg af fjöllum. Þarf maður sér saumavél fyrir bútasaum?
Og já ég veit, crazy patchwork passar ekkert við allsstaðar. En úff, ég er búin að kaupa aaaansi marga 10kr. poka hjá KK, þannig að það er eins gott að það séu einhver teppi eða púðar í minni framtíð. Á líka eftir að sjá til hvort ég nenni útsauminum. En svo er scrap quilting líka spennandi.
já ...ég var semsagt ekki að sauma neitt, og ég veit ekkert hvað neitt af þessu þýðir sem þið eruð að tala um.
jæja fröken hunangsfluga! hvernig væri að fara að lofa manni að frétta aðeins af ykkur. Það er komin vika frá síðustu færslu :D ...biðjum að heilsa dömunum
Skrifa ummæli
<< Home