mánudagur, nóvember 20, 2006

Úr tilraunaeldhúsi Berglindar.

Þá er ég búin að prófa avocado- og skyrnæringu í hárið. Átti reyndar að vera jógúrt en ekki skyr, og fyrir þá sem ekki vita þá er Græsk Yoghurt sem sagt skyr. Bara skellt í matvinnsluvél og maukað. Hárið á mér er alveg ferlega vel nært, og Elfur líka, þar sem hún fékk afganginn af djúpnæringunni í hádegismat. Svona á þetta að vera.

Ég pantaði mér síðan kremgerðarsett á netinu, þannig að nú get ég farið að gera ofsalega hollt heimatilbúið krem án allra aukaefna. Er að hugsa um að panta mér líka maskara-kit.

Annars held ég að þessi fjölskylda eigi sér ekki viðreisnar von. Nú er Páll að hugsa um að skella sér í tónsmíðanám á næsta ári. Myndlistarmaður og tónskáld! Nokkuð ljóst að við erum ekki að reyna að verða rík. Og ég sem var búin að gera ráð fyrir að Páll myndi þræla sér í vinnu svo að ég gæti slett málningarskellum á striga. En þá er það bara LÍN, og þá getur maður byrjað að lifa í vellystingum.

Smá frásagnir af stelpunum í lokin.

Samkvæmt Yrju þá eru nokkur börn í leikskólanum með brúnt ljóst. En einhverra hluta vegna þá kallar Yrja húðina, ljóst.

Stelpurnar vildu endilega fá harðsoðin egg í gær. Yrja finnst voðalega spennandi að taka sjálf utan af því, og Saga vill þá fá að gera eins. Hún getur sko allt sem Yrja getur, og meira til. Henni tókst að brjóta skurnina með skeiðinni og ég sá allt í einu að eggið var komið í tvennt. Næst þegar ég kíkti þá var Saga að stinga stórum bita upp í munninn, og varð heldur betur hissa þegar hún fór að bryðja skurnina ásamt egginu. Ég fékk vinsamlegast leyfi til að hjálpa eftir það.

Smá könnun í lokin.

Hvaða skoðun hafið þið á:
a) Heimatilbúnum gjöfum
b) Notuðum, en sem nýjum, gjöfum.
c) Að gefa tíma sinn í jólagjöf t.d. í formi pössunar, hreingerningar eða hvaða verk sem maður er tilbúin að vinna.

Já ætli maður þurfi ekki að fara fá jólagjafalista frá börnum og barnlausum í fjölskyldunni.

3 Comments:

Blogger Ester said...

ég pant fá pössun og hreingerningu í jólagjöf ;)

4:22 f.h.  
Blogger Silja Rut said...

heimatilbúnar og notaðar (sérstaklega notuð föt), finnst mér alveg prýðis...svo ef þú átt tíma til að gefa þá gæti ég notað hann í ritgerðina mína:)

6:17 f.h.  
Blogger the honeybee said...

Ég var einmitt að hugsa um ömmu á Sjávarborg. Ef ég væri heima þá myndi ég gefa henni 10 miða coupon á hreingerningu, af því hún er svo slæm af gigtinni. Af hverju ætti maður ekki að geta gefið eitthvað svoleiðis. Tími manns er náttúrulega mjög verðmætur.

8:05 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home