föstudagur, maí 04, 2007

Skidegodt Egon!

Ég er búin að sjá það að listamannslífið verður sko ekkert grín. Og þá er ég ekki að tala um þá staðreynd að maður kemur sjálfsagt ekki til með að græða neina peninga á því. Nei, þá er ég að tala um alla valmöguleikana sem maður hefur þegar maður er að vinna að verki. Ég sé fram á það að þurfa að gera 10 útgáfur að hverju einasta verki sem ég vinn að. Mér finnst bara skidesvært að þurfa að ákveða að aðeins ein lausn virki best.

Það verður fernisering (opnun myndlistarsýningar) þann 25.maí. Ég er búin að velja nokkrar teikningar sem fara á sýninguna, og ef mér tekst vel með lokaverkefnið mitt sem ég er að vinna að núna, þá fer það líklega líka á sýninguna. Ef það kemst fyrir einhver staðar.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jæja, komdu nú með fréttir stelpa. skólinn búinn?

kv.
silja

5:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home