laugardagur, mars 31, 2007

Heilsuhæli

Thetta er bara eins og vera stodd á einhverju heilsuhæli.

Ég er sem sagt stodd í Brenderup Hojskole á níu daga kursus í Halmhusbyggeri. Kom hingad í bíl med einhverjum dana sem hringdi í mig í gær og spurdi hvort hann ætti ekki ad taka mig med sér thar sem hann ætti leid framhjá Aarhus. Ég fékk reyndar mikla bakthanka eftir ad ég hafdi thegid bodid um farid. Á madur ekki ad passa sig á ókunnugum? Thad kom samt í ljós ad hann er ekki axarmordingi (allavega ekki í thessari klukkustundarbílferd) og reyndar hélt hann ad ég væri karlmadur (veit greinilega ekki hvad dottir thýdir).

Ég er búin ad vera ad vinna í thrjá tíma í dag vid ad afbarka (er thad ord?) ca 20m langa trjástofna (raudgreni, ef einhver hefur áhuga á ad vita thad). Vinnan felst í ad renna/hoggva borkinn af med skóflu, og svo notar madur eitthvert minna verkfæri til ad ná sídustu leyfunum af berkinum. Náttúrulega í glampandi sólskini.

Ég er í fullu fædi og ú la, la thvílíkur matur. Mmmmmmmm. Skólinn er sídan stadsettur í pínulitlum bæ sem er ca. 1 gata, eda thad sýnist mér, thannig ad thad er stutt í fallegar gonguferdir í náttúrunni. Sem sagt; Hæfileg áreynsla, gódur og hollur matur og fullt af náttúru = heilsuhæli.

Mér finnst reyndar sumt vafasamt sem er verid ad nota í bygginguna, en thetta verdur mjog áhugavert. Á thridjudaginn ( eda var thad fimmtudaginn?) verdur svo haldid reisugildi med tonleikum (thetta er smá músikhús sem vid erum ad byggja, 123fm).

Aumingja Páll er náttúrulega einn heima med stelpurnar, en hann hlýtur ad geta séd um thær í nokkra daga. Ad ollum líkindum tharf ég ad sja um thær ein í nokkud hundrud daga, thannig ad ég vorkenni honum ekki mikid.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home