laugardagur, mars 17, 2007

Slud og sjabb

Mér finnst ég illa svikin. Það er búið að vera þvílíkt vorveður seinustu daga, sólin skein og fuglarnir sungu og ég komst í sumarskap og skrúfaði alla ofnana á núll , og nú...... er ,,slud" (sem er slydda ef þið eruð ekki sleip í dönskunni) úti! Hélt að svona vonbrigði gerðust bara á Íslandi.

Það er búið að vera nóg að gera í skólanum, heil vika fór í videoverk og við fáum sífellt meiri og meiri athygli frá kennurunum þar sem fleiri og fleiri heltast úr lestinni. Veit ekki hvort það eru einhver álög á þessum hóp mínum. Nú er Johnny frá Betlehem í vandræðum með útlendingaeftirlitið og ein hefur verið send heim í tvær vikur þar til lyfin hennar fara að virka.

Ég á í vandræðum með LÍN eins og venjulega. Nú er ég að reyna að fá þá til að meta námið á fagskólanum lánshæft. Þeir eru búnir að neita einu sinni, en það er bara af því að skrifstofan hérna sendi nógu ýtarlegar upplýsingar. Það er allavega ekki rökrétt að keramikdeildin við skólann sé sú eina sem er lánshæf. Annars verð ég bara að þakka þeim kærlega fyrir ef ég fæ ekki lán því þá er ég náttúrulega skuldlaus við þá þegar ég lýk náminu. Samt vesen.

2 Comments:

Blogger the honeybee said...

Sendi EKKI nógu ýtarlegar upplýsingar á þetta auðvitað að vera

6:58 f.h.  
Blogger Ester said...

jeiiii! you´re alive! ég var farin að óttast að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Það er nú vonandi að þetta reddist með lánið.
Hafa ekki litlu dúllurnar það fínt? ...það væri nú gaman að sjá myndir af skvísunum :D

12:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home