þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Vanillukrem......mmmmmm

Er að berjast við óstjórnlega löngun í vanillukrem núna. Ég eyddi nefnilega hluta af deginum í gær í að stara niður í pottinn með andlitskreminu sem ég var að búa til, fallega gult á litinn, þykkt og náttúrulega......creamy. Ætli dagurinn endi ekki á því að ég baka einhverjar bollur med fyllingu, og búi til vanillukrem. Annars á ég núna 13 dollur af andlitskremi! Ef einhverjir koma í heimsókn þá er aldrei að vita nema fólk verði leyst út með gjöfum.

En talandi um bollur, þessir Danir kunna ekki neitt. Nú er bolludagur um þessar mundir hérna (hef ekki hugmynd hvenær nákvæmlega, né hvenær öskudagurinn er) en bollurnar sem fást í búðunum eru bara einhvers konar vínarbrauð, eða það sem kallað er sérbakað vínarbrauð heima. Þarna er komið enn ein fæðan sem við Íslendingar kunnum betur. Fyrst var það osturinn, svo nammið og nú bollurnar, já og frítt dagblað. Ég verð að viðurkenna að mér finnst Nyhedsavisen best af þessum ókeypis dagblöðum. Já og við erum loksins búin að finna nothæfan ost....frá Tyrklandi (framleiddur í Þýskalandi ef einhver er að hugsa um Co2).

Við fáum Nyhedsavisen samt ekki borið í hús. En ég get sótt það á ruslasvæðið þar sem óopnir dagblaðabunkar liggja oft. Veit ekki hvort það sé eingöngu vegna leti í blaðburðastrákunum eða hvort keppinautarnir eru með þessu að reyna að klekkja á Íslendingunum.

1 Comments:

Blogger Ester said...

...ú!! maður verður að fá að prófa þessi krem hjá þér einhverntíman. ...og þá meina ég að sjálfsögðu bæði út á bollur og að fá smá slettu í andlitið :D

7:15 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home