fimmtudagur, janúar 18, 2007

Háflug

Jæja þá tókst mér að slasa mig. Flaug á rassinn í gær þegar ég ætlaði að stytta mér leið, á leiðinni úr söngtíma í gær. Aðstæðurnar voru þannig; Myrkur, brött grasbrekka, rigning, mold og sléttir gúmmískór. Ekki beint gáfulegt. Ég er ekki að grínast þegar ég segi að verkirnir voru eins og ég væri að fara að eiga fjórða barnið, úff. Enda kom þarna kona aðvífandi að huga að mér, þar sem ég húkti kengboginn og gráti næst á gangstéttinni. Þannig að ég er bara heima núna, að drepast í rófubeininu og bakinu......og hef lært mína lexíu.

Annars sagði Yrja mér það í óspurðum fréttum í gær, að Sine vinkona hennar ætti tvær mömmur. Eina Háramömmu og eina Litla konu mömmu. Ef þið vitið ekki hvað það þýðir, þá er Háramamman ekki með slæðu en Litla konan, það er muslimsk kona með slæðu. Ekki veit ég af hverju Saga og Yrja tóku upp á því að kalla slæðuklæddar konur Litla kona, en svona er það.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æ, æ, aumingja þú, ég veit að þetta er hræðilega vont, en vonandi jafnar það sig fljótt. Bið að heilsa krílunum og Páli.

9:19 f.h.  
Blogger Ester said...

Úff, ég finn til með þér. Hef einusinni lent í svona rófubeinsslysi og það tók langan tíma að hætta að finna til í því.

...ég er ekki að skilja þetta með tvær mömmurnar, ef það er ein slæðumamma og ein háramamma, eru þær par? Er það nokkuð "vinsælt" hjá múslimum?

1:40 f.h.  
Blogger the honeybee said...

Nei, ætli það sé ekki frekar þannig að önnur ,,mamman" er amma eða frænka eða eitthvað svoleiðis. Og nei, ég held að það væri sko ekki vinsælt ef tvær múslimakonur væru par!

3:22 f.h.  
Blogger Ester said...

...jæja Linda, er ekki bara allt fínt að frétta? Maður fer að fara að hafa áhyggjur ef þú ferð ekki að pósta einhverju hérna ;)

9:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home