sunnudagur, janúar 14, 2007

Jólamyndir






Þá er Elfur komin með hlaupabólu líka. Það er gaman að þessu. Kemur náttúrulega á besta tíma þar sem ég er komin í tímaþröng með heimaverkefnið mitt. Ég átti að gera fjórar myndir, og ég er búin að berjast við það allt jólafríið að nota vatnsliti. En.. ég verð bara að viðurkenna að það er erfitt að eiga við þá, þannig að ég fékk lánaða tréliti hjá Yrju ( sem betur fer hef ég alltaf keypt góða liti handa henni), og vonandi næ ég þessu fyrir þriðjudaginn þegar skólinn byrjar aftur.

Páll er að fara í inngöngupróf í tónsmíðum hjá Jyske Musikkonservatoriet á þriðjudaginn. Hann fær þá umsögn um tónverkin sín sem hann sendi inn, og ef hann fær einkunn yfir sex, þá fær hann að taka inngöngupróf í hliðargreinum eins og píanóleik, hljómfræði og tónheyrn. Ég held að hann hljóti að fljúgja inn.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þið rúllið þessu upp, þú með myndirnar og Páll prófið. Yrja bíður þá enn eftir sínum.....

6:03 f.h.  
Blogger Ester said...

vá hvað þetta eru flottar myndir, hvernig myndavél eruð þið með??

6:32 f.h.  
Blogger the honeybee said...

Uh...Yrja bíður eftir sínum..? Trélitum? Iss, hún á helling af þeim, ég fékk bara nokkra lánaða.

Annars er ég að hugsa um að skrá mig á aukanámsskeið í skólanum, í vatnslitum, svo ég komist nú loksins yfir byrjunarreitinn.

Ester ég er með Canon 350D, get nefnilega líka notað linsurnar af Canon filmuvélinni minni.

1:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég meinti bólum, en ekki litum ha, ha, var hún annars ekki að vonast eftir DVD fríi?

3:37 e.h.  
Blogger the honeybee said...

Já bólurnar..he, he jú hún er að bíða eftir þeim. Hún var reyndar veik heima á föstudaginn, með smá kvef. Svo var hún bara mjög fegin að komast á leikskólann í dag, þannig að ég held að hún yrði mjög óþolinmóð ef hún þyrfti að hanga heima í marga daga.

1:05 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home