miðvikudagur, janúar 10, 2007

Í fyrsta gír.

Jæja þá er komin tími á að fara að blogga eitthvað aftur. Lífið er svona smátt og smátt að falla í eðlilegt horf aftur.

Saga fékk hlaupabólu um jólin. Fór reyndar rosalega vel í hana, fékk engan kláða eða hita, og var bara á fullri ferð eins og venjulega. Og hún tók því bara furðu vel að fá ekki að fara í leikskóla eins og Yrja. Yrja er reyndar sannfærð um að hún sé alveg að fá hlaupabólur, svo hún geti verið heima að horfa á DVD.

Uppeldið á Yrju er alveg í rétta átt. Hún sá bleikan skáp með Disneyfígúrum á ruslasvæðinu í gær. Hún skoðaði hann og tilkynnti mér að hann yrði bara fínn þegar væri búið að þrífa hann og að við ættum að taka hann með heim. Ekki veitir af að byrja að ala börnin upp í rétthugsun gagnvart einnnota ruslamenningu nútímans. Reduce, reuse, recycle , repair, það eru töfraorðin.

Elfur er að fá tennur. Hún getur einnig staðið, með hjálp, og við erum að æfa hana í að stíga niður í hælinn þar sem hún vill helst dansa um á táberginu.

Svo erum við líka byrjuð að hugsa um skóla fyrir Yrju. Hverfisskólinn finnst okkur ekki henta fyrir hana, þar sem hann hefur frekar slæmt orð á sér. Það þarf víst að fara að setja hana á biðlista bráðlega hjá einkaskólum, ef við ætlum að fá pláss einhvers staðar. Eða við gætum flutt í annað hverfi með betri skóla. Ég held að Páll vilji helst flytja eitthvað annað , þar sem hann er hoppandi illur núna út í þann eða þá sem eru búnir að pissa út um allt á geymsluganginum.

Pælingar um næsta sumar eru líka í fullum gangi. Ætli maður þurfi ekki að vinna eitthvað (ef ég man hvað það er) til að safna fyrir næsta skólaári. Veit einhver um einhvern sem myndi vilja passa íbúð eða leigja fyrir lítinn pening, eða jafnvel hafa íbúðarskipti?

3 Comments:

Blogger Ester said...

jahérna! Er litla barnið sem lá á gólfinu hjá mér farið að standa upp!

Þú gætir nú alveg prófað að auglýsa svona íbúðaskipti (vertu samt ekkert að minnast á pissulyktina í geymslunni, hehe)

Ég var búin að skoða myndir af stelpunum hjá Silju, algjörar dúllur! ...maður er bara með áhyggjur af því að þær eigi ekki eftir að þekkja okkur þegar við hittum þær næst :(

6:50 f.h.  
Blogger Silja Rut said...

ÉG er náttúrulega kannski til í íbúðarpössun...þurfum bara að ræða þetta allt saman.

5:45 f.h.  
Blogger Silja Rut said...

o hei, svo máttu endilega senda mér myndir frá jólunum við tækifæri, þar sem mínar glötuðust allar með tölvuræskninu.

5:46 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home