þriðjudagur, janúar 16, 2007

Heybaggablús

Jæja ekki komst Páll inn í skólann. Hann fékk 5. Það sem þeir settu helst út á var að það var ekki nógu nákvæmt í tónverkunum hvar væri piano eða forte, hvar tengibogar og þ.h. Páll var að reyna að útskýra að flutningurinn mætti vera svolítið frjálslegur, en þeir voru ekki alveg að góðkenna það. Hrmff....bara svo þið vitið það, þá setti Bach (ekki að Páll sé kannski alveg á sama stigi og Bach) ekkert slíkt í sín tónverk, en fólki hefur nú samt tekist að flytja verkin hans vandræðalaust í 200 ár. Fjölbreytni verkanna hans Páls var víst nógu góð, en þá vantaði verk fyrir stærri hljómsveit, auk þess sem þeir voru bara ekki að fatta barokkjazzsambræðinginn. Iss, piss segi ég nú bara.


Annars er þetta framtíðarhúsið mitt, ef Páll samþykkir að byggja hús úr heyböggum.

www.simondale.net/house/index.htm

3 Comments:

Blogger Silja Rut said...

leiððinlegt með skólann, en er þá ekki bara annar skóli eða önnur tilraun?

...og sætt hús, alveg þú:)

10:40 f.h.  
Blogger Ester said...

hei!! Ég var búin að skoða þetta hús áður líka og sýna Ara og sagði einmitt: hei, gerum svona, þetta er svo sætt :D Við ættum kannski bara að búa til lítið þorp ;)

8:50 f.h.  
Blogger the honeybee said...

He, he varst þú líka búin að sjá það? Maður getur nefnilega farið á námskeið í að byggja svona hús. Eða það virkar þannig að fólk sem er að fara byggja svona umhverfisvænt hús, auglýsir eftir sjálfboðaliðum, maður hjálpar til og lærir í leiðinni handverkið. Ég er reyndar búin að skrá mig hjá einum sem ætlar að byggja hús í Wales í sumar.

Silja, Páll er bara hundfúll og reiður, og það kveikti í helling af hugmyndum ad nýjum tónverkum. Ég veit ekki hvort hann nennir að sækja um aftur.

2:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home