laugardagur, febrúar 17, 2007

Plebb..

http://www.selfsufficientish.com/forum/viewtopic.php?t=4818

Varð bara að setja þennan hlekk hérna inn, það er svo margt satt í þessu!


Er annars að lesa bók sem heitir ,,Fast Food Nation - the dark side of the all-american meal" eftir Eric Schlosser, og oh boy, oh boy, oh boy, ég má hundur heita ef ég versla nokkur tíma framar hjá McDonalds, Pizza Hut, Dominos, Subways eða einhverjum af þessum ótal alþjóðaskyndibitakeðjum.

Nokkur hundruð börn dáin úr E -coli matareitrun, tugþúsundir limlestra, slasaðra og dauðra innflytjenda í sláturhúsum kjötframleiðenda, stéttarfélög bönnuð, láglaunastefna, lobbýistar sem koma í veg fyrir eftirlit með kjötframleiðslu o.s.fr og o.s.fr. Úff það sem þessi fyrirtæki hafa ekki á samviskunni! Ja, reyndar virðast þau nokkuð laus við samvisku, sem er ennþá verra.

Ég lýsi því hér með yfir að það er plebbalegt að styðja svona alþjóðagróðafyrirtæki. Enda er það líka ennþá plebbalegra að vera kannski að ferðast til spennandi landa og fara svo á McDonalds!

3 Comments:

Blogger Ester said...

ég hata líka þegar maður kemur til nýrra staða ...alltaf fyrsta sem maður sér: McDonalds. Það er auðveldara að komast á næsta McDonalds en að komast að næsta stað þar sem fæst hreint vatn. ég er alveg sammála þér með þetta. Ég versla ekki á McDonalds ...og bara mjög sjaldan skyndibita yfir höfuð. Ég þoli heldur ekki þetta dóta-drasl sem þeir reyna að nota til að plata krakka til að koma og éta þetta rusl þeirra. Hvað ætli fari mikið af ónýtum McDonalds drasl leikföngum í ruslið árlega?

6:52 f.h.  
Blogger Silja Rut said...

ég man nú eftir að hafa stigið með þér upp í mjög svo mengandi flugvél, flogið til afar spennandi lands sem heitir ísrael...og smakkaði þar í fyrsta skipti macdonalds;)

en já, batnandi manni er best að lifa:)

2:33 f.h.  
Blogger the honeybee said...

Já, ég verð víst að viðurkenna að ég hef farið á Mcdonalds í nokkrum löndum. Dró Pál einu sinni nauðugan viljugan með mér á slíkan stað í Pécs í Ungv.landi. Get varla hugsað um þetta kinnroðalaust, enda var ég óupplýstari þá.

Hmm...já og allar utanlandsferðirnar....mér til varnar þá hef ég gengið flest allt sem ég hef þurft að fara, bæði í Reykjavík og á Króknum, þannig að ég hlýt að hafa safnað upp smá Co2 kvóta?

11:23 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home