miðvikudagur, mars 28, 2007

Útlenskt útland

Það er passar kannski ekki alveg það sem ég sagði í seinasta bloggi að við værum í íslensku útlandi. Þar sem við búum í ghettoi þá er frekar hægt að tala um útland í útlandinu. Fékk þessa undarlegu tilfinningu þegar ég rölti heim frá Nettó áðan um kvöldmatarleytið, sólin skein og allstaðar sá maður slæðuklæddar konur og fólk dökkt yfirlitum. Mér leið eins og ég væri allt í einu stödd í einhverju landi í miðaustulöndum. Sem er bara fínt.

Annars er allt gott að frétta af okkur, Elfi líður rosalega vel í leikskólanum og Saga fær hrós fyrir teiknihæfileika sína. Ótrúlegt hvað barnateikningar geta verið ólíkar. Saga hefur allt annan stíl ( ef hægt er að tala um stíl hjá 2 ára barni) heldur en Yrja hafði á hennar aldri.

1 Comments:

Blogger Silja Rut said...

ú birtu myndir, birtu myndir!

3:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home