Á fætur..
Jafnvel þó stelpurnar sofi ekki í sama herbergi þá eru þær búnar að sameinast um það að vakna klukkan sex á morgnana, og helst aðeins fyrr. Það er náttúrulega ekki annað fyrir okkur foreldrana en að gjöra svo vel að fara á fætur. Það er samt æðislegt að hafa svona rúman tíma, ég meira segja búin að þvo mér um hárið og mér sýnist að ég hafi jafnvel tíma til að þurrka það, sem hefur bara aldrei gerst áður.
Ég held samt að sumartíminn sé á næsta leyti og þá hverfur þessi auka klukkutími, nema að stelpurnar ákveði að það sé fínt að vakna klukkan 5.
Annars er best að setja inn smá auglýsingu hérna. Ef einhver hefur áhuga á ókeypis íbúð í Aarhus í júní, þá endilega hafið samband. Við erum nefnilega búin að ákveða að taka lest til Ungverjalands einhvers staðar á tímabiliinu lok maí til loka júní, og það væri sko ekki verra að hafa einhvern í íbúðinni á meðan.
Ég held samt að sumartíminn sé á næsta leyti og þá hverfur þessi auka klukkutími, nema að stelpurnar ákveði að það sé fínt að vakna klukkan 5.
Annars er best að setja inn smá auglýsingu hérna. Ef einhver hefur áhuga á ókeypis íbúð í Aarhus í júní, þá endilega hafið samband. Við erum nefnilega búin að ákveða að taka lest til Ungverjalands einhvers staðar á tímabiliinu lok maí til loka júní, og það væri sko ekki verra að hafa einhvern í íbúðinni á meðan.
1 Comments:
ooo mig dreymdi litlu skvísurnar í nótt. saknaði þeirra svo mikið þegar ég vaknaði.
það ER á planinu að reyna að koma í heimsókn í sumar!
knús og kossar til allra:)
Skrifa ummæli
<< Home