Sumarföt
Það er fyrst núna hin síðustu ár sem ég er að átta mig á þessu með vetrarföt og sumarföt. Kynntist þessum hugtökum fyrst fyrir all nokkrum árum þegar ég var stödd hjá Trudy nokkurri í Sviss. Mér fannst þetta þá hið mesta pjatt og hugsaði með mér að þetta væri nú meira ruglið, maður er náttúrulega bara meira og minna í sömu fötunum allt árið. Sem passar vel við Ísland, þar sem oft er varla um nokkur sumarföt að ræða.
Ég er hins vegar farin að finna þetta betur núna, svona búandi í útlöndum, jafnvel þó Danmörk sé svona íslenskt útland. Vorið er komið og sólin er farin að skína og lappirnar á mér hafa mallað inni í uppreimuðu leðurskónum, á meðan ég bíð eftir strætó. Nokkuð ljóst að ég þarf að fjárfesta í sumarskóm á næstunni.
Ég er hins vegar farin að finna þetta betur núna, svona búandi í útlöndum, jafnvel þó Danmörk sé svona íslenskt útland. Vorið er komið og sólin er farin að skína og lappirnar á mér hafa mallað inni í uppreimuðu leðurskónum, á meðan ég bíð eftir strætó. Nokkuð ljóst að ég þarf að fjárfesta í sumarskóm á næstunni.
1 Comments:
já, það er alveg rétt að maður finnur nú ekki mikið fyrir þessu á íslandi. Þetta er líka eitthvað meira en lítið brenglað hérna, þar sem hér eru líka notuð sumarföt á veturna ...allavegana finnst mér alltaf jafn skrítið að sjá ungar stúlkur í stuttu pilsi og háhæluðum skóm í brjáluðu frosti og hríð ;)
Skrifa ummæli
<< Home