föstudagur, apríl 06, 2007

Dagur 6

Nú er ég stödd í Arhus til að passa stelpurnar í nokkra tíma, en ég fer aftur til Brenderup seinnipartinn, vopnuð sóláburði. Ég var í allan gærdag að leggja loftplanka, eða hvað það nú heitir, all marga metra uppi í loftinu, án nokkurs öryggisbúnaðs. Þeir eru frekar afslappaðir á þessu danirnir. Ég er búin að læra á hin ýmsustu tól og tæki. En við erum víst eitthvað eftirá með bygginguna. Annars er búið vera hérna nepalsk kvöld, og í gær var Polka rave kvöld, þannig að það er nóg við að vera.

Ef þið viljið sjá einhverjar myndir þá er hægt að kíkja á www.brenderuphojskole.dk undir Halmhusbyggeri, og einnig er hægt að sjá myndir á www.futtegrafen.dk undir halmhuskursus eða eitthvað svoleiðis.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home