miðvikudagur, maí 02, 2007

3.maí

Loftvarnaflauturnar fóru af stað um hádegisleytið í gær. Ég fékk nú svolítið í magann þó svo að ég gerði nú ekki ráð fyrir að óvinaher væri að fljúga yfir Danmörku, reiðubúinn að kasta sprengjum. Þegar ég spurði samnemendur mína kom líka í ljós að þeir prufa flauturnar alltaf 3.maí. Ókei flauturnar virkuðu fínt, en mig langar að vita hvert ég á að hlaupa ef virkilega er þörf. Það gat enginn sagt mér það.

Mig dreymdi síðan hárauða sprengju sem sveimaði fyrir utan gluggann minn.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ókei.
freudísk draumaráðning 101.

hárauða sprengjan táknar mömmu hans páls sem sveimar um og skiptir sér af, en þú vilt helst halda henni fyrir utan...gluggann.
hún er rauð því það er litur elds og reiði. þú bælir reiðina gegn tengdó í vöku og því verður hún að komast í gegn í draumi, sem er b.t.w. royal leiðin fyrir svona bældar hvatir að lauma sér fram hjá ritskoðaranum...sem er maðurinn inní þér sem á að halda óæskilegum hvötum niðri.
allanega...þetta veldur þér mikilli streitu og þú þarft að komast til sálgreinanda (freudista) sem fyrst til að fá bóta þinna mein.
því sálgreining er eina leiðin.

eeen, ef þú vilt fá mína greiningu þá dreymdi þig sprengju því hugmyndaflugið var farið í gang útaf flautunum.
merkingartengls sko, EKKI orsakatengsl.

æji, ester fattar mig:)

kv.
litla systir þín.

3:21 f.h.  
Blogger the honeybee said...

Takk fyrir thá veit ég thad! Hallast nú frekar ad merkingartengslunum. Sá nefnilega fyrir mér, um leid og ég heyrdi í flautunum, allar thær senur sem madur hefur séd úr strídsmyndum, thar sem flugvélarnar koma fljúgjandi í hópum, varpandi sprengjum, á la World War II.

4:13 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home