laugardagur, apríl 28, 2007

Fréttamolar

Það er orðið ansi langt síðan ég hef bloggað hingað inn. Best að koma með einhverja fréttamola.

Við erum byrjuð að vinna að lokaverkefni í skólanum, fáum einhverjar þrjár vikur til að klára það. Verkefnið er boðskapur og texti, já og svo þurfum við að útbúa bók eða bækling líka. Ég er loksins búin að ákveða nokkurn veginn um hvað verkefnið mitt á að fjalla og sit þessa dagana og klippi myndir úr auglýsingbæklingum í gríð og erg. Stelpunum finnst þetta mjög spennandi og hafa verið duglegar að klippa líka, þannig að stofan er einstaklega skemmtilega útlítandi núna.

Ég er enn einu sinni búin að fá kvef (hef reynt að neyta náttúrulyfja eins og rauðvíns og dökks súkkulaði í miklu magni, og væri sjálfsagt í enn verra ástandi ef ég hefði ekki gert það). Ég átti að syngja á tónleikum í tónlistarskólanum í dag, en varð að hætta við það. Hef í staðinn nýtt æfingtímana mína í hádeginu til að æfa á píanóið og get nú spilað undir hjá sjálfri mér í þó nokkrum söngvum.

Saga slökkti á rúllustiganum í City Vest (lokal mallið) á föstudaginn. Enda er takkinn í um 70cm hæð, óvarinn og eldrauður. Við hverju búast þeir? Ýtti líka á einhverja takka á snúningshurðinni og inni í bókasafninu. Sem betur fer gerðist ekkert við það.

Fór loksins í klippingu um daginn sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Nema það kom í ljós að stelpan sem átti að klippa mig var íslensk og heitir reyndar Linda líka, og býr hérna fyrir ofan Gelleruphverfið. Og systir hennar hefur notað sömu barnapíu og við. Lítill heimur. En mikið sem manni finnst það alltaf afslappandi að geta talað íslensku, eða ensku, í staðinn fyrir dönskuna. Ekki það að danskan sé neitt vandamál en heilinn þarf óneitanlega að hafa meira fyrir dönskunni en enskunni.

2 Comments:

Blogger Ester said...

Mér finnst gott hjá Sögu að ganga úr skugga um að takkinn virki, þeir eru örugglega prófaðir allt of sjaldan þessir neyðar-takkar :D

4:56 e.h.  
Blogger the honeybee said...

Já ég var að hugsa um að ýta aftur á takkann, til að athuga hvort bandið færi af stað aftur.

2:37 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home