Þá er ég komin heim aftur, eftir níu yndislega daga á Brenderup. Við náðum að vísu ekki að klára húsið, enda var þetta kannski fullviðamikið verkefni fyrir rúmlega vikutíma. Ég lærði allavega heilmikið um húsbyggingar almennt. En það besta var kannski að kynnast þessu frábæra fólki sem var á þessu námskeiði. Hjón sem voru á námskeiðinu ætla að reyna að byggja í sumar og þá getur meira en vel verið að stór hluti hópsins mæti og hjálpi til.
Annars fer ég líklega á framhaldsnámskeið um miðjan maí. Okkur hefur verið boðið að mæta og hjálpa til, fáum borgað í mat og gistingu.
Annars fer ég líklega á framhaldsnámskeið um miðjan maí. Okkur hefur verið boðið að mæta og hjálpa til, fáum borgað í mat og gistingu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home