sunnudagur, apríl 29, 2007

Jummíí...

Ég verð bara að mæla með muffins með ávaxta- og grænmetistrefjahrati. Við vorum sem sagt að búa til ávaxtasafann okkar áðan (appelsínur, epli og gulrætur), sem by the way þeir sem hafa komið í heimsókn og smakkað hafa ekki verið neitt sérstaklega hrifnir af. Skil ekkert í því.

Það er sem sagt fín leið að nýta það sem verður eftir við safagerðina í grófar muffins. Smá haframjöl, gróft mjöl og hveiti, pínu púðursykur, kanill og sólblómafræ (og aðeins meira af dóti í viðbót) og voilá, fínasta hollustumuffins.

Já og þar sem við erum að tala um hollustu. Mæli enn og aftur með 70% + súkkulaði. Algjör snilld.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home