mánudagur, maí 21, 2007

Brenderup II

Ég er búin að vera á Brenderup síðustu fimm daga. Það þýðir ekkert annað en að reyna að klára þetta hálmhús. Ekki tókst það þó í þetta sinn, en nú er að komast aðeins meiri mynd á þetta.

Skólinn tekur svo við á morgun, en þá þurfum við að fara að undirbúa lokasýningu skólans. Ég var búin að leggja fram lokaverkefnið mitt á þriðjudaginn síðasta. Þurfti að útskýra verkið fyrir öllum nemendum og kennurum fornámsins. Ekki alveg það skemmtilegasta sem ég geri, að standa fyrir framan hóp fólks og þá sérstaklega að ætla að vera eitthvað gáfuleg á dönsku. Lokaverkefnið fer síðan líklega á sýninguna ásamt einhverjum teikningum sem ég hef gert yfir veturinn.

Svo er bara skólinn búin í bili og við á leiðinni með lest niður til Ungverjalands þann 30.maí.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

30. maí?
ónó
hvenær verðiði komin aftur?

silja

5:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

28.juni, minnir mig

6:07 f.h.  
Blogger Ester said...

Góða ferð til Ungverjalands! Þið reynið nú að láta vita af ykkur af og til :D

4:39 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jeps...will do!

5:29 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home