the-restless-honeybee

sunnudagur, apríl 29, 2007

Jummíí...

Ég verð bara að mæla með muffins með ávaxta- og grænmetistrefjahrati. Við vorum sem sagt að búa til ávaxtasafann okkar áðan (appelsínur, epli og gulrætur), sem by the way þeir sem hafa komið í heimsókn og smakkað hafa ekki verið neitt sérstaklega hrifnir af. Skil ekkert í því.

Það er sem sagt fín leið að nýta það sem verður eftir við safagerðina í grófar muffins. Smá haframjöl, gróft mjöl og hveiti, pínu púðursykur, kanill og sólblómafræ (og aðeins meira af dóti í viðbót) og voilá, fínasta hollustumuffins.

Já og þar sem við erum að tala um hollustu. Mæli enn og aftur með 70% + súkkulaði. Algjör snilld.

laugardagur, apríl 28, 2007

Fréttamolar

Það er orðið ansi langt síðan ég hef bloggað hingað inn. Best að koma með einhverja fréttamola.

Við erum byrjuð að vinna að lokaverkefni í skólanum, fáum einhverjar þrjár vikur til að klára það. Verkefnið er boðskapur og texti, já og svo þurfum við að útbúa bók eða bækling líka. Ég er loksins búin að ákveða nokkurn veginn um hvað verkefnið mitt á að fjalla og sit þessa dagana og klippi myndir úr auglýsingbæklingum í gríð og erg. Stelpunum finnst þetta mjög spennandi og hafa verið duglegar að klippa líka, þannig að stofan er einstaklega skemmtilega útlítandi núna.

Ég er enn einu sinni búin að fá kvef (hef reynt að neyta náttúrulyfja eins og rauðvíns og dökks súkkulaði í miklu magni, og væri sjálfsagt í enn verra ástandi ef ég hefði ekki gert það). Ég átti að syngja á tónleikum í tónlistarskólanum í dag, en varð að hætta við það. Hef í staðinn nýtt æfingtímana mína í hádeginu til að æfa á píanóið og get nú spilað undir hjá sjálfri mér í þó nokkrum söngvum.

Saga slökkti á rúllustiganum í City Vest (lokal mallið) á föstudaginn. Enda er takkinn í um 70cm hæð, óvarinn og eldrauður. Við hverju búast þeir? Ýtti líka á einhverja takka á snúningshurðinni og inni í bókasafninu. Sem betur fer gerðist ekkert við það.

Fór loksins í klippingu um daginn sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Nema það kom í ljós að stelpan sem átti að klippa mig var íslensk og heitir reyndar Linda líka, og býr hérna fyrir ofan Gelleruphverfið. Og systir hennar hefur notað sömu barnapíu og við. Lítill heimur. En mikið sem manni finnst það alltaf afslappandi að geta talað íslensku, eða ensku, í staðinn fyrir dönskuna. Ekki það að danskan sé neitt vandamál en heilinn þarf óneitanlega að hafa meira fyrir dönskunni en enskunni.

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Þá er ég komin heim aftur, eftir níu yndislega daga á Brenderup. Við náðum að vísu ekki að klára húsið, enda var þetta kannski fullviðamikið verkefni fyrir rúmlega vikutíma. Ég lærði allavega heilmikið um húsbyggingar almennt. En það besta var kannski að kynnast þessu frábæra fólki sem var á þessu námskeiði. Hjón sem voru á námskeiðinu ætla að reyna að byggja í sumar og þá getur meira en vel verið að stór hluti hópsins mæti og hjálpi til.

Annars fer ég líklega á framhaldsnámskeið um miðjan maí. Okkur hefur verið boðið að mæta og hjálpa til, fáum borgað í mat og gistingu.

föstudagur, apríl 06, 2007

Dagur 6

Nú er ég stödd í Arhus til að passa stelpurnar í nokkra tíma, en ég fer aftur til Brenderup seinnipartinn, vopnuð sóláburði. Ég var í allan gærdag að leggja loftplanka, eða hvað það nú heitir, all marga metra uppi í loftinu, án nokkurs öryggisbúnaðs. Þeir eru frekar afslappaðir á þessu danirnir. Ég er búin að læra á hin ýmsustu tól og tæki. En við erum víst eitthvað eftirá með bygginguna. Annars er búið vera hérna nepalsk kvöld, og í gær var Polka rave kvöld, þannig að það er nóg við að vera.

Ef þið viljið sjá einhverjar myndir þá er hægt að kíkja á www.brenderuphojskole.dk undir Halmhusbyggeri, og einnig er hægt að sjá myndir á www.futtegrafen.dk undir halmhuskursus eða eitthvað svoleiðis.

mánudagur, apríl 02, 2007

Dagur 2 og 3

Vid héldum áfram ad vinna á trjástofnunum í gær. Á tímabili komu tveir strákar og skemmtu okkur med thjódlagatónlist á fidlu og harmoniku. Sitjandi á trjátrumbi í glampandi sólskyni. Meiriháttar.

Um kvoldid horfdum vid sídan á "Ubekvem Sandhed" (úff, enskan dettur bara alveg út thegar madur tharf alltaf ad vera ad nota donsku) med honum Al Gore. Óthægilegur sannleikur er réttnefni, og thví midur held ég ad alltof margir fari beinustu leid frá orvæntingu og yfir í afneitun, í stadinn fyrir ad hugsa hvad their sjálfir geti gert í málunum. Og ég held ad thad liggi virkilega mikid á. Sá tími sem vid hofum til ad snúa thessari thróun vid verdur sífellt minni og minni. Og úff, hvad ég held ad vid Íslendingar séum aftarlega á merinni í thessum málum, tharf ekki annad en ad horfa til bílaborgarninnar Reykjavík. Já og bara bílanotkun landsmanna. Heldur fólk virkilega ad thetta skipti ekki máli?

Í dag finnur madur afleidingar vid ad sitja á svona hordu undirlagi, svona svoldid eins og ad vera á hestbaki of lengi. Thannig ad flestir eru meira en lítid aumir í rassinum. En... sem betur fer er thetta verk búid núna. Sperrurnar eru komnar og verda settar upp á eftir, og thar sem vid erum vel á áætlun, ættum vid ad ná ad halda reisugildi á morgun.