the-restless-honeybee

laugardagur, mars 31, 2007

Heilsuhæli

Thetta er bara eins og vera stodd á einhverju heilsuhæli.

Ég er sem sagt stodd í Brenderup Hojskole á níu daga kursus í Halmhusbyggeri. Kom hingad í bíl med einhverjum dana sem hringdi í mig í gær og spurdi hvort hann ætti ekki ad taka mig med sér thar sem hann ætti leid framhjá Aarhus. Ég fékk reyndar mikla bakthanka eftir ad ég hafdi thegid bodid um farid. Á madur ekki ad passa sig á ókunnugum? Thad kom samt í ljós ad hann er ekki axarmordingi (allavega ekki í thessari klukkustundarbílferd) og reyndar hélt hann ad ég væri karlmadur (veit greinilega ekki hvad dottir thýdir).

Ég er búin ad vera ad vinna í thrjá tíma í dag vid ad afbarka (er thad ord?) ca 20m langa trjástofna (raudgreni, ef einhver hefur áhuga á ad vita thad). Vinnan felst í ad renna/hoggva borkinn af med skóflu, og svo notar madur eitthvert minna verkfæri til ad ná sídustu leyfunum af berkinum. Náttúrulega í glampandi sólskini.

Ég er í fullu fædi og ú la, la thvílíkur matur. Mmmmmmmm. Skólinn er sídan stadsettur í pínulitlum bæ sem er ca. 1 gata, eda thad sýnist mér, thannig ad thad er stutt í fallegar gonguferdir í náttúrunni. Sem sagt; Hæfileg áreynsla, gódur og hollur matur og fullt af náttúru = heilsuhæli.

Mér finnst reyndar sumt vafasamt sem er verid ad nota í bygginguna, en thetta verdur mjog áhugavert. Á thridjudaginn ( eda var thad fimmtudaginn?) verdur svo haldid reisugildi med tonleikum (thetta er smá músikhús sem vid erum ad byggja, 123fm).

Aumingja Páll er náttúrulega einn heima med stelpurnar, en hann hlýtur ad geta séd um thær í nokkra daga. Ad ollum líkindum tharf ég ad sja um thær ein í nokkud hundrud daga, thannig ad ég vorkenni honum ekki mikid.

fimmtudagur, mars 29, 2007

drama..

Yrja er svo mikil dramadrottning. Þegar hún vaknaði í morgun þá sá hún að Saga lá á dýnunni við hliðina á mér. Hún vildi þá líka fá að koma, en ég varð að segja nei, þar sem það var einfaldlega ekki pláss. Þá spurði hún: Elskarðu mig ekki lengur? Eða mig minnir að orðrétt hafi það verið: Ertu ekki að elska mig?

miðvikudagur, mars 28, 2007

Útlenskt útland

Það er passar kannski ekki alveg það sem ég sagði í seinasta bloggi að við værum í íslensku útlandi. Þar sem við búum í ghettoi þá er frekar hægt að tala um útland í útlandinu. Fékk þessa undarlegu tilfinningu þegar ég rölti heim frá Nettó áðan um kvöldmatarleytið, sólin skein og allstaðar sá maður slæðuklæddar konur og fólk dökkt yfirlitum. Mér leið eins og ég væri allt í einu stödd í einhverju landi í miðaustulöndum. Sem er bara fínt.

Annars er allt gott að frétta af okkur, Elfi líður rosalega vel í leikskólanum og Saga fær hrós fyrir teiknihæfileika sína. Ótrúlegt hvað barnateikningar geta verið ólíkar. Saga hefur allt annan stíl ( ef hægt er að tala um stíl hjá 2 ára barni) heldur en Yrja hafði á hennar aldri.

þriðjudagur, mars 27, 2007

Sumarföt

Það er fyrst núna hin síðustu ár sem ég er að átta mig á þessu með vetrarföt og sumarföt. Kynntist þessum hugtökum fyrst fyrir all nokkrum árum þegar ég var stödd hjá Trudy nokkurri í Sviss. Mér fannst þetta þá hið mesta pjatt og hugsaði með mér að þetta væri nú meira ruglið, maður er náttúrulega bara meira og minna í sömu fötunum allt árið. Sem passar vel við Ísland, þar sem oft er varla um nokkur sumarföt að ræða.

Ég er hins vegar farin að finna þetta betur núna, svona búandi í útlöndum, jafnvel þó Danmörk sé svona íslenskt útland. Vorið er komið og sólin er farin að skína og lappirnar á mér hafa mallað inni í uppreimuðu leðurskónum, á meðan ég bíð eftir strætó. Nokkuð ljóst að ég þarf að fjárfesta í sumarskóm á næstunni.

mánudagur, mars 19, 2007

Á fætur..

Jafnvel þó stelpurnar sofi ekki í sama herbergi þá eru þær búnar að sameinast um það að vakna klukkan sex á morgnana, og helst aðeins fyrr. Það er náttúrulega ekki annað fyrir okkur foreldrana en að gjöra svo vel að fara á fætur. Það er samt æðislegt að hafa svona rúman tíma, ég meira segja búin að þvo mér um hárið og mér sýnist að ég hafi jafnvel tíma til að þurrka það, sem hefur bara aldrei gerst áður.

Ég held samt að sumartíminn sé á næsta leyti og þá hverfur þessi auka klukkutími, nema að stelpurnar ákveði að það sé fínt að vakna klukkan 5.

Annars er best að setja inn smá auglýsingu hérna. Ef einhver hefur áhuga á ókeypis íbúð í Aarhus í júní, þá endilega hafið samband. Við erum nefnilega búin að ákveða að taka lest til Ungverjalands einhvers staðar á tímabiliinu lok maí til loka júní, og það væri sko ekki verra að hafa einhvern í íbúðinni á meðan.

laugardagur, mars 17, 2007

Slud og sjabb

Mér finnst ég illa svikin. Það er búið að vera þvílíkt vorveður seinustu daga, sólin skein og fuglarnir sungu og ég komst í sumarskap og skrúfaði alla ofnana á núll , og nú...... er ,,slud" (sem er slydda ef þið eruð ekki sleip í dönskunni) úti! Hélt að svona vonbrigði gerðust bara á Íslandi.

Það er búið að vera nóg að gera í skólanum, heil vika fór í videoverk og við fáum sífellt meiri og meiri athygli frá kennurunum þar sem fleiri og fleiri heltast úr lestinni. Veit ekki hvort það eru einhver álög á þessum hóp mínum. Nú er Johnny frá Betlehem í vandræðum með útlendingaeftirlitið og ein hefur verið send heim í tvær vikur þar til lyfin hennar fara að virka.

Ég á í vandræðum með LÍN eins og venjulega. Nú er ég að reyna að fá þá til að meta námið á fagskólanum lánshæft. Þeir eru búnir að neita einu sinni, en það er bara af því að skrifstofan hérna sendi nógu ýtarlegar upplýsingar. Það er allavega ekki rökrétt að keramikdeildin við skólann sé sú eina sem er lánshæf. Annars verð ég bara að þakka þeim kærlega fyrir ef ég fæ ekki lán því þá er ég náttúrulega skuldlaus við þá þegar ég lýk náminu. Samt vesen.