the-restless-honeybee

mánudagur, október 30, 2006

Bókhald

Jæja, þá er ég búin að gera upp mánuðinn...og úff, það er sko hægt að gera betur. Nóvember verður því sannkallaður nirfilsmánuður og neyslugræðginni haldið niðri. Ég er spennt að sjá hvað er lágmarkið sem við fjölskyldan þurfum til að lifa af hérna í Danmörku. Markmiðið er sem sagt að eyða eingöngu í nauðsynjar. Nauðsynjar verða skilgreindar sem skjól, grunnfæði til að lifa af(samt mest lífrænt þó það sé dýrara), lyf (ef þarf), og útgjöld sem ekki er hægt að komast hjá, eins og pappír fyrir skólann o.s.fr. (ég ætla síðan að reyna að komast hjá því að túlka síðasta flokkinn of vítt!).

Ég fæ því ekki að taka strætó í skólann og þarf því að fara í það í dag að gera við hjólið hans Páls, enda löngu orðið tímabært.

Svo er það bara pastagerð, vínframleiðsla (Páll er úti að týna berin), brauð- og kökubakstur o.s.fr. Mig langar að panta mér ostagerðasett (fyrir harðan ost) á netinu en ætla að bíða með það, það hlýtur að vera hægt að fá þennan renni einhvers staðar hérna í kring, og redda sér síðan áhöldunum ódýrt.

fimmtudagur, október 26, 2006

; )

Jæja, þá er ég búin að teikna fyrsta nakta módelið mitt. Fyrirsætan var ca. áttræður karlmaður. Var greinilega ekki mikið mál fyrir hann að vippa sér úr fötunum og spranga á sprellanum. Daginn eftir urðum við síðan sjálf að skiptast á að vera módel, þar sem ekki fékkst neinn til að sitja fyrir. Og það jók sko virðingu mína fyrir myndlistarmódelum til muna. Það er kannski ekki mikið mál að vera miðpunktur athyglinnar og láta teikna sig.........en að þurfa að sitja kjur í, það sem virðist vera heil eilíf, er sko ekki auðvelt. Samt þurftum við lengst að sitja í 12 mín, en hann tók miklu erfiðari stöður í 20 mín. En vá, hvað það er gaman að svona módelteikningu.

Í dag fengum við síðan hálfgerða gyðju til að móta í leir, norsk stelpa með allt á réttum stöðum. Og svei mér þá, ef það er bara ekki alveg jafngaman að vinna með módel í leir eins og að teikna.

Annars er mest fínt að frétta af stelpunum. Yrja er búin að eignast vinkonu á leikskólanum. Hún er samt ekki alveg jafn góð og Eyvör heima á Glaðheimum, segir Yrja, þar sem Eyvör er víst bara góð, en Sine er stundum vond þegar hún hendir sandi á Yrju. Saga er bara brjáluð eins og venjulega (svei mér þá, ef hún er ekki með snert af einhverri ofvirkni) og Elfur litla er bara alltaf jafn kát, að vísu aðeins kvefuð þessa dagana, en brosir og hlær engu að síður.

sunnudagur, október 22, 2006

Snilli lilli


Ég fann snigill i baðkarinu mínu í gærkvöldi. Pínulítið grey. Ég hafði reyndar verið í baði fyrr um daginn, en ég ætla rétt að vona að það sé ekkert samhengi þar á milli. Annars hef ég náð nýjum óhreinindaþröskuldi.

Nei, hann hefur líklega komið upp um niðurfallið. Mér finnst samt hálf ótrúlegt að hann hafi skriðið upp á fimmtu hæð ( það sem danirnir kalla reyndar þriðju hæð. 1.hæðin er ómerk af því að það býr engin þar, 2.hæðin heitir jarðhæð, og á 3.hæð erum við farin að númera hæðirnar !), hinn möguleikinn er að það sé eitthvað óvenjulega ríkt líf í rörunum undir íbúðinni okkar.

Allavega þá planaði ég að það yrði björgunarleiðangur daginn eftir. Við fjölskyldan erum í góðri þjálfun, því flestir göngutúrar með stelpunum snúast um það ad bjarga sniglum og ýmsum öðrum skorkvikyndum frá bráðum dauða á göngustígunum, eða að kíkja eftir tómum sniglahúsum.

Ég hellti því smá vatni yfir snigilinn svo hann myndi nú örugglega lifa nóttina af. Sem hann og gerði, og við fundum síðan tré fyrir hann að setjast að í.

föstudagur, október 20, 2006

.....


..

.....


..

......

Myndir..

mánudagur, október 16, 2006

DoMiSoDoooooooooooo

Yesssss....eg er buin ad finna æfingastad fyrir okkur Pal. Taladi vid alveg yndislegan danskan jolasvein (eg er ekki ad grinast, feitlaginn, gladlegur, gamall karl, med gratt skegg og har, i treklossum), herna a stad sem heitir Laden, einhverskonar samkomuhus, og vid erum bara alveg velkomin. Eg er komin med lykla svo nu getur madur byrjad ad æfa almennilega. Eg er bara hissa hvad hefur gengid vel hingad til i songtimunum, midad vid ad eg hef eiginlega ekkert thorad ad æfa mig heima fyrir, hef bara hugsad mjog stift um thad sem songkennarinn hefur sagt og gert ondunaræfingar.

föstudagur, október 13, 2006

forstyre....forstyrre..that is the question!

Jæja nu hvarf allt bloggid mitt, herna kemur thad aftur, nokkurn veginn.

Eg var sem sagt svo dugleg ad rifa upp dyrakarminn a hurdinni minni. Var adeins ad flyta mer og tok ekki eftir thvi ad Pall hafdi sett kedjuna a. Eg hef ekki mikla tru a thessarri kedju og ekki haft fyrir thvi ad nota hana. Thad kom sidan i ljos ad hun er vita gagnslaus, thar sem karmurinn for bara med thegar eg rykkti upp hurdinni.

Eg leidretti danina a morgun i stafsetningu (ja, ja og eg veit ad thad eru oft villur i blogginu minu). Konurnar i hopnum minum hofdu utbuid skilti med mismunandi aletrun. Eg rak strax augun i villu, og frekari fyrirspurn fra odrum i grunnnaminu leiddu i ljos ad eg hafdi rett fyrir mer. Islenska stafsetningaminnid virkar greinilega lika i Danmorku.

Eg pæli kannski adeins of mikid i sparnadi og umhverfisvernd. Eg rakst a bolluuppskrift i bladinu i morgun og sa utundan mer ordid Energi per. stk, nedst i uppskriftinni. Mer fannst alveg frabært ad folk væri ordid svo umhverfisthenkjandi ad thad reiknadi ut hvad rafmagnsnotkunin og kostnadur væri a hvert stk. bollu! Af sjalfsogu kom i ljos ad Energi atti vid kaloriufjoldann.

forstyre....forstyrre..that is the question!

miðvikudagur, október 11, 2006

Einn af pollyonnudogunum minum....

Vaa, thad er svo ædislegt ad geta bara hoppad upp i stræto, nidri Genbrug, og kaupa dot fyrir sma pening. Og, ummmm, eg ætla sko ad fa mer sma eitthvad sætt, ur bakariinu a horninu, og njota thess i botn. Æi, folkid i strætoinum er eitthvad svo sætt, og va thetta hus er eitthvad svo cosy. Thad er eitthvad svo yndislegt ad vera til, og lifid er svo dasamleg, og mikid er eg heppin ad hafa fædst a vesturlondunum og eiga othrjotandi moguleika til ad gera hvad sem eg vil.....og eg er a leid i songtima i kvold....................................

(Eg sver ad eg var ekki a neinu sterku i dag, thad er odyrt fyrir mig ad vera high!)

þriðjudagur, október 10, 2006

Lotto og sma thunglyndisraus...

Mig dreymdi lottotolur fyrir tveimur vikum sidan. Vaknadi upp um nottina med sex tolur ljoslifandi i hausnum a mer. Eg rauk natturulega til og skrifadi thær nidur. Eg er sidan buin ad taka thatt i einu lottoi, og vann ekki, en nu neydist eg til ad halda afram spila thar sem thad yrdi natturulega alveg hrædilegt ef ad tolurnar minar kæmu upp og eg hefdi ekki tekid thatt. Og svo getur vel verid ad eg hafi bara misskilid drauminn og ad thetta se simanumer, eda lengdar og breiddar tolur, eda tolur ur bokhaldinu minu eda bara einhverjar tolur ut i blainn. Svo er eg ekki einu sinni viss um ad eg vildi fa einhvern hrikalega storan lottovinning. Allavega ekki einhverjar 100 eda 200 milljonir, thad yrdi bara svolitid to much. Uff, en samt verdur madur eiginlega ad taka thatt.

Vid erum ad vinna ad verkefnum thessa vikuna til ad setja upp i Vestergade (gatan sem skolinn er vid). Thad er nefnilega menningarnott a fostudaginn. Verdur gaman ad sja hvad kemur ut ur thvi.

Vid (hmm, eda Pall) er buin ad vera mjog duglegur sidustu daga ad tyna villiepli. Sjalfsagt buin ad tyna einhver 20 - 30 kilo. Hann er buin ad sjoda thau nidur og bua til mauk, sem Elfur hefur adallega sed um ad borda. Ef hann væri med rettu græurnar tha hefdi hann lika geta bruggad finasta vin ur surustu eplunum.

Eg var ad lesa thad i blodunum ad thad er vist ansi mikid vesen her i hverfinu okkur i Gellerup. Hefur vist verid kveikt i skellinodrum, ruslagamum og stigagongum, og einhverjir unglingahopar sidan kastad grjoti i slokkvilidid thegar thad hefur mætt a stadinn. Meiri vitleysan.

Ja og svo er vist loftmengunin i midbæ Arosar ansi slæm og yfir hættumorkum fyrir astmasjuklinga, ja og ruslid flædir um gotur Napoli, og born geta ekki farid i skola vegna hauganna. Mengun, mengun, mengun. Eg skil bara ekki hvers vegna thetta tharf ad vera vandamal. Manni finnst half furdulegt ad folk skuli ekki fatta hvad vid erum ad gera planetunni og reyna ad gera eitthvad i malunum. Folki finnst thad ekki bera nokkra abyrgd, duhhhh. Ja og eg er heilog i thessum malum. Nei, nei en madur reynir samt ad gera thad sem madur getur til ad vernda umhverfid. Akvardanir einnar fjolskyldu skipta mali. Aaaargghhh. Sorry, verd bara half thunglynd yfir thessu ollu saman thvi manni finnst flestir vera svo sofandi eitthvad. Ef ad thad væru bara barnaborn theirra sem mest menga sem dræpust ur mengun i framtidinni tha væri thetta kannski allt i lagi (not), en min barnaborn eiga lika eftir ad thurfa eiga vid afleidingarnar af lifnadarhattum okkar i dag.............sma pust!

mánudagur, október 09, 2006

Loksins leikskoli.

Verkfallid i leikskolunum er yfirstadid, thannig ad stelpurnar eru thar i dag. Liggur eiginlega vid ad thær thurfi ad byrja i adlogun aftur.

Madur lendir stundum i vandrædum thegar madur tharf ad skyra hluti sem madur skilur eiginlega ekki sjalfur. Vid mættum nefnilega konu sem var med slor fyrir andlitinu, eiginlega kufl fra haus ad tam. Thetta er nu bara i thridja skipti sem eg se svona klæddar konur herna. En Yrja var med mer og spurdi af hverju hun væri svona, uh og hvernig a madur eiginlega ad utskyra koraninn og islam fyrir fjogurra ara barni? Hun hefur natturulega sed ad thad eru margar konur med slædur, og eg reyndi ad utskyra ad sumar konur væru bunar ad akveda ad vera med svona fyrir andlitinu ut af trunni. ;Af thvi ad thad er rigning? spurdi Yrja tha. Eg held eg hafi ekki nad ad utskyra thetta mjog vel, og hennar nidurstada er bara mjog fin og praktisk.