the-restless-honeybee

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Snjór :-)

Ég veit ekki hvort ég á að efast um geðheilsu mína. Ég er nýbúin að hlaupa uppi smástráka sem voru að kasta snjóboltum í mig. Tuskaði einn þeirra til, og hann meig örugglega í sig að hræðslu, við að einhver kerling skyldi allt í einu snúast til varnar. Fékk síðan hrós fyrir þessa frammistöðu mínu frá tveimur mönnum sem óku þarna framhjá.

Annars eru allir, nema ég, veikir hérna á heimilinu. Páll var svo út úr heiminum í gær að ég varð að vera heima. Ég ætlaði síðan að vera ógeðslega dugleg að fara í skólann í morgun. Þegar ég kom í skólann var hins vegar lokað vegna veðurs, enda allt úr skorðum hérna í Danmörku út af snjókomu. Búðir eru lokaðar, póstur ekki borin út, strætó lá niðri í morgun og í Nettó var engin mjólk og ekkert brauð þegar ég ætlaði að versla áðan. Meiri vitleysan út af smá snjó!

laugardagur, febrúar 17, 2007

Plebb..

http://www.selfsufficientish.com/forum/viewtopic.php?t=4818

Varð bara að setja þennan hlekk hérna inn, það er svo margt satt í þessu!


Er annars að lesa bók sem heitir ,,Fast Food Nation - the dark side of the all-american meal" eftir Eric Schlosser, og oh boy, oh boy, oh boy, ég má hundur heita ef ég versla nokkur tíma framar hjá McDonalds, Pizza Hut, Dominos, Subways eða einhverjum af þessum ótal alþjóðaskyndibitakeðjum.

Nokkur hundruð börn dáin úr E -coli matareitrun, tugþúsundir limlestra, slasaðra og dauðra innflytjenda í sláturhúsum kjötframleiðenda, stéttarfélög bönnuð, láglaunastefna, lobbýistar sem koma í veg fyrir eftirlit með kjötframleiðslu o.s.fr og o.s.fr. Úff það sem þessi fyrirtæki hafa ekki á samviskunni! Ja, reyndar virðast þau nokkuð laus við samvisku, sem er ennþá verra.

Ég lýsi því hér með yfir að það er plebbalegt að styðja svona alþjóðagróðafyrirtæki. Enda er það líka ennþá plebbalegra að vera kannski að ferðast til spennandi landa og fara svo á McDonalds!

föstudagur, febrúar 16, 2007

...

Jæja, þá er ég loksins orðin veik. Búin að bíða eftir þessu í marga daga. Óþolandi svona þegar maður er búin að finna fyrir þessu í marga daga, samt frekar óljóst, er maður að verða veikur eða ekki? Miklu betra að verða bara, búmm, allt í einu lasinn, taka það út á tveimur dögum og svo bara búið, heldur en að vera svona eins og drusla í marga, marga daga, og verða sko kannski aldrei almennilega lasin, en vera samt á hálfum hraða í tvær vikur.

Ég er búin að skrá mig á námskeið í, haldið ykkur fast, Halmbyggeri. Níu daga námskeið í byrjun apríl. Það verður sko ekkert smá gaman, fyrir mig, aumingja Páll situr náttúrulega eftir með þrjú orkustykki. Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi ekki bara að taka Yrju með mér, hún hefur örugglega gaman að því að klessa leir á hálmveggi.

Annars erum við nokkuð viss um að við förum til Ungverjalands í byrjun júní, í nokkrar vikur, þannig að ef einhvern langar að passa íbúðina á meðan þá er sá hinn sami velkominn. Svo er aldrei að vita nema við förum til Wales í lok sumars, ef kallinn sem er að fara byggja hefur samband, þannig að þá yrði íbúðin líka laus. En þetta er reyndar mjög óljóst ennþá.

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Elfur er svo skrítin. Við sátum inni í stofu í gær og Elfur var í næsta herbergi. Allt í einu fer hún að skellihlæja og við fórum að athuga hvað væri svona sniðugt. Þá var hún búin að æla framan á sig alla og fannst þetta voða fyndið.

Hér koma svo loksins nokkrar myndir eftir meistara Yrju.





Litla bleika húsið þessari mynd er annars Sjávarborg.

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Vanillukrem......mmmmmm

Er að berjast við óstjórnlega löngun í vanillukrem núna. Ég eyddi nefnilega hluta af deginum í gær í að stara niður í pottinn með andlitskreminu sem ég var að búa til, fallega gult á litinn, þykkt og náttúrulega......creamy. Ætli dagurinn endi ekki á því að ég baka einhverjar bollur med fyllingu, og búi til vanillukrem. Annars á ég núna 13 dollur af andlitskremi! Ef einhverjir koma í heimsókn þá er aldrei að vita nema fólk verði leyst út með gjöfum.

En talandi um bollur, þessir Danir kunna ekki neitt. Nú er bolludagur um þessar mundir hérna (hef ekki hugmynd hvenær nákvæmlega, né hvenær öskudagurinn er) en bollurnar sem fást í búðunum eru bara einhvers konar vínarbrauð, eða það sem kallað er sérbakað vínarbrauð heima. Þarna er komið enn ein fæðan sem við Íslendingar kunnum betur. Fyrst var það osturinn, svo nammið og nú bollurnar, já og frítt dagblað. Ég verð að viðurkenna að mér finnst Nyhedsavisen best af þessum ókeypis dagblöðum. Já og við erum loksins búin að finna nothæfan ost....frá Tyrklandi (framleiddur í Þýskalandi ef einhver er að hugsa um Co2).

Við fáum Nyhedsavisen samt ekki borið í hús. En ég get sótt það á ruslasvæðið þar sem óopnir dagblaðabunkar liggja oft. Veit ekki hvort það sé eingöngu vegna leti í blaðburðastrákunum eða hvort keppinautarnir eru með þessu að reyna að klekkja á Íslendingunum.

mánudagur, febrúar 12, 2007

..

Elfur er farin að labba.....á hnjánum. Hún styður sig við göngugrindina og svo gengur hún um allt á hnjánum...voða stolt.

Það gengur líka erfiðlega að fá hana til að fatta glasið og hver tilgangurinn er með því. Henni finnst samt voða skemmtilegt að við reynum að fá hana til ad drekka úr glasi, þá andar hún a la Darth Vader ofan í glasið og bíður spennt eftir að eitthvað gerist, og óhjákvæmlega þá gerist það að vatnið/mjólkin hellist niður á smekkinn.

laugardagur, febrúar 10, 2007

Murrr........

Jæja thá er skýrsla sameinudu thjódanna um loftlagsbreytingar komin út. Og nidurstadan er.... surprise, surprise... ad vid mannkynid eigum sokina. Hér i DR settu their saman myndskeid sem sýnir hverju vid megum eiga von á ef vid gerum ekkert í okkar málum, og útlitid er ansi svart. En hey, thetta kemur náttúrulega verst nidur á theim sem eru veikir fyrir, Afríka og svoleidis, thannig ad hvad thurfum vid svo sem ad hafa áhyggjur, getum sjálfsagt bara hlakkad til ad thad verdi adeins hlýrra hjá okkur á Íslandi.

Ég get ekki sagt ad ég sé bjartsýn á ad okkur takist ad breyta miklu. Vid erum ekki bara ad tala um ad fólk thurfi ad senda ruslid í endurvinnslu, enda er thad ekki beint fyrirbyggjandi, heldur frekar svona... after the fact. Og thví midur thá held ég ekki ad fólk sé tilbúid ad ,,skerda" lífsgædi sín mikid bara svo ad barnabornin eda barnabarnabornin thurfi ekki ad upplifa afleidingar loftlagsbreytinganna, ég meina iss, geta thau bara ekki séd um ad hirda upp skítinn eftir okkur. Who cares.

Thad thýdir heldur ekkert ad hugsa sem svo ad iss, ég get alveg notad bílinn/flugvélina/mótorhjólid eins og ég vil, ,,their" eru hvort ed er alveg ad fara ad finna upp umhverfisvænt eldsneyti og thá reddast allt. Thad er hins vegar engin svoleidis lausn í sjónmáli, eina lausnin er ad fólk fari ad labba eda hjóla meira, og nota almenningssamgongur og hætti ad fara í skreppitúra til útlanda. Og hugsi um allt draslid sem thad er ad kaupa sem er flutt langar leidir til thess ad vid getum keypt thad og hent thví í ruslid. Vid verdum ad gera okkur grein fyrir thvi ad vid berum ábyrgd á thví sem er ad gerast, hver og einn. Thad thýdir ekkert ad ætla skella skuldinni eingongu á yfirvoldin,

Og hvad kemur thad okkur vid hvort thegar sé farid ad flytja fólk burtu af eyjunum sínum, vegna thess ad thær eru ad sokkva vegna hækkandi sjávar, einhvers stadar lengst út í heimi. Eda ad fólk er ad upplifa hardari og verri flód eda thurrka, í Fjarkistan. Kemur thad okkur eitthvad vid?

Í sjónvarpinu í gær var talad um ad thad væri ad verda trendý ad hugsa um Co2. Audvitad er thad fínt svo langt sem thad nær, en trend fjara út, og hvad thá? Madur getur kannski farid ad selja Co2 kvóta, he, he.... en nei thad er heldur ekki gód hugmynd, thá læra umhverfissódarnir aldrei ad reyna ad minnka vid sig.

Stundum verdur madur hálf thunglyndur ad hafa verid ad fæda born í thennan heim, sérstaklega thegar madur horfir á thann heim sem thau koma til med ad erfa. Og fólk sem á ad heita gáfad og upplýst, er bara la, la ad horfa út í loftid og thykist ekkert vita. Thegar afkomendur okkar svo horfa ásokunaraugum á okkur tha getum vid bara sagt; Thetta var ekki mér ad kenna, ég var ad ad horfa i hina áttina thegar thad gerdist.

Sorrý, svolítid heitt í hamsi.

föstudagur, febrúar 09, 2007

Skaflar

Danirnir eru duglegir ad rydja gangstéttirnar thegar hefur snjóad. Mér finnst thad reyndar ótrúlega fyndid; allar gangstéttir ruddar, thessir heilu tveir sentimetrar af snjó, sem myndu orugglega bara brádna ef their fengju ad liggja nokkra tíma í vidbót á stéttinni. Einn daginn sá ég svo rudningstækid og thá var thetta vél med kúst.

Thad er spád snjóstormi um helgina, thad verdur gaman ad sjá hvort their draga thá snjóblásarana fram.

mánudagur, febrúar 05, 2007

;-)

Fann thetta á Downsizer og bara vard ad setja thetta inn hérna.

For the grouches amongst us:
These are entries to a Washington Post competition asking for a two-line rhyme with the most romantic first line, but the least romantic second line

My darling, my lover, my beautiful wife:
Marrying you screwed up my life.

I see your face when I am dreaming.
That's why I always wake up screaming.

Kind, intelligent, loving and hot;
This describes everything you are not.

Love may be beautiful, love may be bliss,
But I only slept with you because I was p*ssed.

I thought that I could love no other
-- that is until I met your brother.

I want to feel your sweet embrace;
But don't take that paper bag off your face.

I love your smile, your face, and your eyes
... Damn, I'm good at telling lies!

My love, you take my breath away.
What have you stepped in to smell this way?

My feelings for you no words can tell,
Except for maybe "Go to hell."

Smá pæling.

Thad er hálf furdulegt ad thegar ég fer á fataútsolur, thá get ég bara ómogulega fundid neitt sem mig langar í og oftar en ekki thá enda ég á thví ad fara bara med fot heim af slánni thar sem stód Nýjar vorur. Thad er hins vegar lítid mál fyrir mig ad fylla stóran poka af gomlum fotum á útsolu úr Genbrugsbúdum. Hvad thá ad finna fot á mig eda bornin í ruslinu, sem ég nota alveg blygdunarlaust. Frekar ofugsnúid finnst mér.

Á veggnum bak vid afgreidslukassann í Genbrugsbúdinni thar sem ég versla mest, hangir midi thar sem hægt er ad lesa ad hagnadur verslunarinnar seinustu árin er komin upp í einhverjar 5 milljónir danskar. Thessi peningur hefur allur runnid til hjálparstarfs í Afríku. Einhvern veginn lídur mér nú betur med ad mín neysla fari í styrkja svona verdug málefni, heldur en ad styrkja stórfyrirtækin sem oftar en ekki geta selt fot og vorur svona ódýr, vegna thess ad thau ardræna fólkid í fátækari londum heims. Hvort sem thad er ad ræna thví frelsinu , mannvirdingunni, heilsunni eda jafnvel lífinu. Svo verdur madur ad reyna ad fá ekki samviskubit thegar madur kaupir kjol á 140d.kr á H&M....