the-restless-honeybee

miðvikudagur, janúar 31, 2007

á madur ad reyna ad framleida snilling...

Hvad á madur ad ganga langt til ad ýta undir hæfileika barnanna? Fóstrurnar á leikskólanum hafa verid ad tala um hvad hún er langt á undan jafnoldrum sínum hvad vardar teiknihæfileika. Ég vissi thad svo sem, en á madur ad gera eitthvad sérstakt í thví? Gerir madur ekki bara illt vera ef madur reynir ad beina allri orku barnsins í einn farveg, thó svo hún sé hæfileikarík.

Ég pantadi teiknikennslusett fyrir Yrju á netinu. Thad kom í gær og vid erum byrjadar ad prufa. thad thýdir reyndar ad hún tharf ad læra ad halda á blýantinum/kolinu á nýjan hátt, enda odruvísi tækni notud thegar madur teiknar á upprétt blad. Ég er samt pínu efins um ad ég eigi ad vera halda thessu mikid ad henni. Er eitthvad betra ad stýra henni inn á einhverja tækni eda adferd sem adrir segja ad eigi ad nota, thegar hún er fullfær um ad teikna frábærar myndir. En jæja, henni finnst thetta spennandi.

Thad er náttúulega eins med stafina. Thad er langt sídan hún gat skrifad nafnid sitt, og hún spyr hvernig á ad skrifa hin og thessi nofn, og henni finnst gaman ad æfa sig, og stundum thá fyllir hún heilu blodin af uppskáldudum ordum sem líta einhvern veginn svona út: HXXLARM SRAKLM TGJJA. Thannig ad ég er búin ad leigja diska á bókasafninu thar sem hún getur æft sig, og búin ad kaupa bækur sem kenna skrift.

Ég hef samt ekki haldid thessu mikid ad henni, frekar leyft henni ad ráda hvenær hana langar ad vinna med stafi.

Thad er sjálfsagt best ad fara einhvern milliveg í thessu. Skapa adstædur og kaupa áhold thannig ad hún geti unnid vid thad sem hana langar, en reyna ekki ad odru leyti ad gera thetta ad einhverri kvod.

mánudagur, janúar 29, 2007

Smá blogg...

Jæja best ad blogga eitthvad smá, svo fólk haldi ekki ad vid séum daud hérna úti. Adalástædan fyrir bloggleysinu er ad nettengingin okkar liggur nidri, hef ekki hugmynd af hverju, var reyndar nýbúin ad leggja inn stóóra bókapontun á Amazon, thannig ad tolvan er kannski ad reyna ad vernda VISA kortid mitt.

Ég lærdi alveg heilmikid í skólanum í sidustu viku! Thad kom nefnilega i ljos ad kennarinn okkar vissi ekki ad hobbyhnífar hafa svona stykki aftaná sem á ad nota til ad brjóta bladid framan af. Thetta fannst henni alveg stórmerkilegt og kalladi alla saman til ad sýna theim, og svei mér thá ef thad voru ekki bara fæstir í hópnum sem vissu af thessum stórmerkilega fítusi, fyrir utan mig (náttúrulega) og hann Johnny frá Palestínu. Vid glottum bara ad thessum óupplýstu donum.

Annars er Páll hættur vid ad reyna ad finna vinnu. Já og hann semur núna alveg á fullu, fékk alveg thvílíkan innblástur á thví ad vera neitad inngongu i tónlistarakademíuna. Vid ætlum líka ad fresta leikskólagongu Elfar um mánud. Og nú er fædingarorlofid hætt ad streyma inn, thannig ad nú er thad bara serious downsizing sem tekur vid, he, he eda thannig.

Ég held ad thad hljóti ad vera gaman ad vera húsgagn hjá mér. Theim leidist allavega ekki ad thurfa ad standa a sama stad, árum eda áratugum saman. Og einhverra hluta vegna thá langar mig alltaf ad breyta til thegar allt er í drasli, eda thegar ég er slosud. Flest húsgognin eru búin ad fá ad prufa ad lágmarki tvo herbergi. Um helgina flutti ég stóru Ivar IKEA hillurnar til. Thær eru sem sagt búnar ad prufa thrjú herbergi í íbúdinni. Skrifbordid mitt og bókahillan eru somuleidis búin ad vera í threm herbergjum, og thjóna mismunandi hlutverkum, sem eldhúsbord og fatahilla. O.s.fr. Fyrir utan oll thau skifti sem ég hef bara flutt hluti til, innan sama herbergis. Og vid erum bara búin ad vera hér í hálft ár! Og í hvert skipti thegar ég er búin ad flytja hluti til thá hugsa ég; Okei, núna er thetta fínt, nú getur thetta ekki ordid betra. En svona hef ég víst alltaf verid, tharf alltaf odru hvoru ad snúa ollu a hvolf og prufa eitthvad nýtt.

Yrja spurdi mig um daginn hvort ég gæti ekki keypt handa henni vængi. Hún er nefnilega sannfærd um ad hún geti flogid, og sýnir mér oft á dag, med thví ad hoppa upp í loftid eda detta á gólfid. Ég spurdi hana hvad hún ætladi ad gera vid vængina og thá kom í ljós ad hún ætlar ad fljúgja til Sjávarborgar. Og vid sem erum eiginlega hætt vid ad fara til Íslands í sumar. Úff verdur ekki gaman ad segja henni thad. Og mamma, thú tharft ekki ad hafa áhyggjur ad hún gleymi ykkur heima, Sjávarborg, thú og Silja komid nefnilega reglulega fyrir í myndunum hennar.

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Háflug

Jæja þá tókst mér að slasa mig. Flaug á rassinn í gær þegar ég ætlaði að stytta mér leið, á leiðinni úr söngtíma í gær. Aðstæðurnar voru þannig; Myrkur, brött grasbrekka, rigning, mold og sléttir gúmmískór. Ekki beint gáfulegt. Ég er ekki að grínast þegar ég segi að verkirnir voru eins og ég væri að fara að eiga fjórða barnið, úff. Enda kom þarna kona aðvífandi að huga að mér, þar sem ég húkti kengboginn og gráti næst á gangstéttinni. Þannig að ég er bara heima núna, að drepast í rófubeininu og bakinu......og hef lært mína lexíu.

Annars sagði Yrja mér það í óspurðum fréttum í gær, að Sine vinkona hennar ætti tvær mömmur. Eina Háramömmu og eina Litla konu mömmu. Ef þið vitið ekki hvað það þýðir, þá er Háramamman ekki með slæðu en Litla konan, það er muslimsk kona með slæðu. Ekki veit ég af hverju Saga og Yrja tóku upp á því að kalla slæðuklæddar konur Litla kona, en svona er það.

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Heybaggablús

Jæja ekki komst Páll inn í skólann. Hann fékk 5. Það sem þeir settu helst út á var að það var ekki nógu nákvæmt í tónverkunum hvar væri piano eða forte, hvar tengibogar og þ.h. Páll var að reyna að útskýra að flutningurinn mætti vera svolítið frjálslegur, en þeir voru ekki alveg að góðkenna það. Hrmff....bara svo þið vitið það, þá setti Bach (ekki að Páll sé kannski alveg á sama stigi og Bach) ekkert slíkt í sín tónverk, en fólki hefur nú samt tekist að flytja verkin hans vandræðalaust í 200 ár. Fjölbreytni verkanna hans Páls var víst nógu góð, en þá vantaði verk fyrir stærri hljómsveit, auk þess sem þeir voru bara ekki að fatta barokkjazzsambræðinginn. Iss, piss segi ég nú bara.


Annars er þetta framtíðarhúsið mitt, ef Páll samþykkir að byggja hús úr heyböggum.

www.simondale.net/house/index.htm

sunnudagur, janúar 14, 2007

Jólamyndir






Þá er Elfur komin með hlaupabólu líka. Það er gaman að þessu. Kemur náttúrulega á besta tíma þar sem ég er komin í tímaþröng með heimaverkefnið mitt. Ég átti að gera fjórar myndir, og ég er búin að berjast við það allt jólafríið að nota vatnsliti. En.. ég verð bara að viðurkenna að það er erfitt að eiga við þá, þannig að ég fékk lánaða tréliti hjá Yrju ( sem betur fer hef ég alltaf keypt góða liti handa henni), og vonandi næ ég þessu fyrir þriðjudaginn þegar skólinn byrjar aftur.

Páll er að fara í inngöngupróf í tónsmíðum hjá Jyske Musikkonservatoriet á þriðjudaginn. Hann fær þá umsögn um tónverkin sín sem hann sendi inn, og ef hann fær einkunn yfir sex, þá fær hann að taka inngöngupróf í hliðargreinum eins og píanóleik, hljómfræði og tónheyrn. Ég held að hann hljóti að fljúgja inn.

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Í fyrsta gír.

Jæja þá er komin tími á að fara að blogga eitthvað aftur. Lífið er svona smátt og smátt að falla í eðlilegt horf aftur.

Saga fékk hlaupabólu um jólin. Fór reyndar rosalega vel í hana, fékk engan kláða eða hita, og var bara á fullri ferð eins og venjulega. Og hún tók því bara furðu vel að fá ekki að fara í leikskóla eins og Yrja. Yrja er reyndar sannfærð um að hún sé alveg að fá hlaupabólur, svo hún geti verið heima að horfa á DVD.

Uppeldið á Yrju er alveg í rétta átt. Hún sá bleikan skáp með Disneyfígúrum á ruslasvæðinu í gær. Hún skoðaði hann og tilkynnti mér að hann yrði bara fínn þegar væri búið að þrífa hann og að við ættum að taka hann með heim. Ekki veitir af að byrja að ala börnin upp í rétthugsun gagnvart einnnota ruslamenningu nútímans. Reduce, reuse, recycle , repair, það eru töfraorðin.

Elfur er að fá tennur. Hún getur einnig staðið, með hjálp, og við erum að æfa hana í að stíga niður í hælinn þar sem hún vill helst dansa um á táberginu.

Svo erum við líka byrjuð að hugsa um skóla fyrir Yrju. Hverfisskólinn finnst okkur ekki henta fyrir hana, þar sem hann hefur frekar slæmt orð á sér. Það þarf víst að fara að setja hana á biðlista bráðlega hjá einkaskólum, ef við ætlum að fá pláss einhvers staðar. Eða við gætum flutt í annað hverfi með betri skóla. Ég held að Páll vilji helst flytja eitthvað annað , þar sem hann er hoppandi illur núna út í þann eða þá sem eru búnir að pissa út um allt á geymsluganginum.

Pælingar um næsta sumar eru líka í fullum gangi. Ætli maður þurfi ekki að vinna eitthvað (ef ég man hvað það er) til að safna fyrir næsta skólaári. Veit einhver um einhvern sem myndi vilja passa íbúð eða leigja fyrir lítinn pening, eða jafnvel hafa íbúðarskipti?