the-restless-honeybee

föstudagur, desember 15, 2006

Listamadurinn Yrja


Yrja er bara svo mikill snillingur ad teikna. Thad var sem sagt einhver ad hrinda kallinum af klettinum (minnir ad ormurinn hafi gert thad) og hann er alveg ad detta i sjoinn, thar sem fiskurinn kemur til med ad eta hann.

þriðjudagur, desember 12, 2006

Gáfaði íslenski hreimurinn.

Ég held að það þurfi að markaðssetja íslenska hreiminn. Mér finnst ég nefnilega standa höllum fæti hér í skólanum. Það er norsk stelpa í bekknum mínum sem reynir ekki einu sinni að tala dönsku, syngur bara sína norsku, og það er bara voða sætt. Johnny frá Palestínu talar bara ensku, og sleppur þannig. Ég hins vegar nota alltaf samviskulega mína dönsku, örugglega borna fram með hryllilega hörðum íslenskum hreimi, og hljóma bara eins og enn einn útlendingurinn sem getur ekki talað almennilega dönsku.

Ef ég væri frönsk þá myndi bjagaða danskan mín bara virka heillandi (eða við gefum okkur það) og skoskur eða írskur hreimur væri náttúrulega ferlega sexý. Þýskur hreimur vekur hins vegar upp ímynd af einhverjum kómískum karakter.

En hvaða ímynd tengist íslenska hreiminum? Akkúrat engin. Þannig að ég legg til að íslenski hreimurinn verði markaðsettur sem gáfaður. Ekki veitir af fyrir aumingja íslensku ráðherrana sem reyna að tala útlensku og hljóma alltaf......ja eins og einhverjir sem tala lélega útlensku.

laugardagur, desember 09, 2006

Julefest

Jolasveinninn kom i heimsokn a leikskolann hennar Yrju a fimmtudaginn. Yrja sagdi mer um kvoldid ad thad hefdi verid kall inni i jolasveininum, og ad thetta hefdi bara verid dagajolasveinn, sem sagt ekki alvoru. Hun hefur ekki mikla tru a danska jolasveininum. Eg held ad hun trui nu samt a jolasveininn, eda rettara sagt islensku jolasveinana, thvi hun bidur spennt eftir 11.des. Skorinn verdur settur ut i glugga og ætli Stekkjastaur skutlist ekki adeins yfir hafid og leggi eitthvad i skoinn hja henni.

Nu er onninni i skolanum minum ad ljuka, og i næstu viku fer eg i annarmat, sem thydir ad oll verk sem eg hef unnid verda logd fram og eg fæ umsogn. Thvilikur luxus ad thurfa ekki ad stressa sig yfir profum.

sunnudagur, desember 03, 2006

Kransakaka

Þvílíkur lúxus að eiga eiginmann sem helsta áhugamál (fyrir utan tónlistina) er að standa tímunum saman í eldhúsinu og búa til mat. Auk þess sem kokkaidolið hans er mamma mín. Ég er viss um að margir ítalskir karlmenn myndu vilja vera í mínum sporum. Þar er nefnilega ekki óalgeng skilnaðarorsök að nýja eiginkonan eldar ekki eins mat og mamman. Besta ráðið finnst þeim þá bara að yfirgefa eiginkonuna og flytja aftur heim til mömmu.

Annars er bakið á mér í klessu í dag. Við bárum nefnilega sófana upp á 5.hæð í gær. Þ.e.a.s. VIÐ bárum einn sófa upp, en síðan tók Páll hinn sófann á bakið og bar hann einn upp. Og NB þetta eru 3ja sæta sófar. Það er hins vegar ekkert að Páli í bakinu.

Já, og svo var ég ógeðslega dugleg í gær. Ég bjó til aðventukrans. Yrja hefur nefnilega týnt ógrynni af kastaníuhnetum á leikskólanum sínum og svo var ég búin að þurrka allskonar ber í haust. Það er verst að Saga heldur að það eigi að borða kransinn, þannig að hann fær sjálfsagt ekki að standa lengi eins og hann er.

föstudagur, desember 01, 2006

Paa loppemarkedet.

Ég skrapp á flóamarkað í kvöld. Okkur vantar nefnilega sófa, í staðinn fyrir gamla rúmið mitt (frá því ég var 9 ára eða svo), sem hefur gegnt því hlutverki hér í Danmörku. Ég ætlaði aldeilis að vera góð og prútta vel, ef ég fyndi eitthvað. Reyndar hef ég sjaldan prúttað og hef lengi vel ætlað að hafa samband við Atla bróður fyrir helstu tækniatriðin.

Jæja, ég sá sem sagt sófa sem ég gat hugsað mér að kaupa, en ákvað að ég vildi ekki fara hærra en 500 d.kr. Það kom gamall maður aðvífandi til að aðstoða og ég ætlaði sko aldeilis að vera hörð og bauð 400kr (já, já þvílík hörkukelling eða þannig). Hann gerði hins vegar enn betur og bauð 200kr. á móti!! Uh....ja okei svaraði ég, algjörlega slegin út af þessarri prúttaðferð kallsins. Ég veit ekki hvort ég talaði svona óskýrt eða hvort hann hefur verið eitthvað heyrnaskertur, en ég ákvað allavega að hamra járnið á meðan það var heitt, og tók annan sófa sem var alveg eins, nema svolítið snjáðari, fyrir 150kr.

Seinna laumaðist hann svo upp að mér þegar ég var að skoða geisladiska/DVD hillu og bauð mér að kaupa á 10kr. Ég gerði sem sagt góða ferð en ég get ekki sagt að ég hafi þjálfað prútttæknina mína.

Ég er þegar búin að raða geisladiskunum í hilluna og get ekki annað sagt að Feng Shuið í horninu er allt annað . Ég finn allavega mikla ró og jafnvægi innra með mér þegar ég horfi yfir diskana, í stafrófsröð, í hillunni sinni. Og.....ég fann loksins Selló svítur Bachs ( algjörlega uppáhalds, uppáhaldstónlistin mín ef ég mætti bara eiga einn klassískan disk) sem ég hélt að hefðu orðið eftir heima, þar sem ég lagði aldrei í það að leita að disknum í óskipulögðum stöflunum. Andlega jafnvægið er sem sagt fullkomið í kvöld.