Stórkostlegar gáfur eða athyglisbrestur...
Jæja.....ég ákvað að gera smá samfélagslega könnun í gær. Svona til að kanna heiðarleika fólksins í blokkinni. Ég skildi því lykilinn eftir í skránni...jæja, ókei ég gleymdi honum í skránni. Þetta hefur nokkrum sinnum komið fyrir mig á Króknum, og ég er búin að vera að reyna að passa mig á þessu hérna. En sem sagt....niðurstaðan er að fólkið er heiðarlegt (allavega á minni hæð), því strákurinn á móti, bankaði rétt áðan til að láta mig vita af þessu (veit svo sem ekki hvort þau voru búin að hlaupa út í morgun til að láta gera afrit af lyklinum).
Ferlegt að vera svona utan við sig....eigum við ekki bara að segja að þetta sé merki um stórkostlegar gáfur! He,he...Maður er að hugsa um svo merkilega hluti að svona smáatriði, eins og að skilja lykilinn eftir í skránni, eða gleyma að maður er að sjóða egg og fara niður í bæ að versla, eða setja mjólkina inn í skáp og saltið inn í ísskáp, falla bara í skuggann.
Ferlegt að vera svona utan við sig....eigum við ekki bara að segja að þetta sé merki um stórkostlegar gáfur! He,he...Maður er að hugsa um svo merkilega hluti að svona smáatriði, eins og að skilja lykilinn eftir í skránni, eða gleyma að maður er að sjóða egg og fara niður í bæ að versla, eða setja mjólkina inn í skáp og saltið inn í ísskáp, falla bara í skuggann.
6 Comments:
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
hahaha, ég geri iðulega þetta með lykilinn...og allt hitt reyndar líka:)
Ætli þetta séu utanviðsiggen frá mömmu?
Here are some links that I believe will be interested
I'm impressed with your site, very nice graphics!
»
I really enjoyed looking at your site, I found it very helpful indeed, keep up the good work.
»
Skrifa ummæli
<< Home