mánudagur, júlí 17, 2006

Sparsemi á hæsta stigi eða.....?

Sparsemi mín náði nýjum hæðum í dag, eða lægðum eftir því hvert viðhorf lesanda er. Ég var sem sagt að fara að ná í strætó, ætlaði niður í bæ að finna lítinn tveggja sæta sófa og sófaborð. Húsgögnin sem ég fann fyrir helgina verða nefnilega send heim til okkar á morgun og það kostar 150 d.kr. að fá þau keyrð heim. Ég ætlaði því aldeilis að vera sniðug að finna það sem upp á vantaði og senda með sömu ferð.

Jæja, þar sem ég geng hérna framhjá blokkunum, þá fer ég fram hjá ruslasvæðinu (N.B. ekki það sama og gámurinn fyrir eldhúsúrgang o.þ.h.) sé ég þá ekki hvar þarna liggur sófaborð úr gegnheilum viði og þessi fíni tveggja sæta sófi. Nú ég snéri beinustu leið heim aftur (var nefnilega með Yrju með mér) og bað Pál vinsamlegast að drífa sig út að ná í umrædda hluti. Þannig að nú held ég að ég sé innvígð inn í toppelítu nirflanna. I am officially a trashpicker!!

Eftir þetta hélt ég svo niður í bæ að kíkja pínu í genbrugsbúðirnar (það er svo gaman!). Tókst að rekast aftur á Óskar skólastjóra og frú. Hvað er í gangi? Þegar ég kom síðan heim aftur, kippti ég með mér tveimur eldhússtólum ( svona eins og appelsínuguli stóllinn hennar mömmu) og gardínum, sem ég hafði tekið eftir um morguninn, af ruslasvæðinu.

Ætli maður fari svo ekki bara að rölta reglulega um næstu götur til að kíkja á ruslasvæðin, og athuga hvort ég finni ekki spegilinn minn og kannski annan tveggja sæta sófa?

4 Comments:

Blogger Silja Rut said...

haha, way to go sis:)
...en bíddu ég skil ekki, appelsínuguli er ekkert eldhússtóll

1:48 e.h.  
Blogger the honeybee said...

Ókei, nei það er rétt hjá þér, en sem sagt þetta voru svona tréstólar í svipuðum stíl...

5:03 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Your are Excellent. And so is your site! Keep up the good work. Bookmarked.
»

5:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Very pretty design! Keep up the good work. Thanks.
»

1:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home