miðvikudagur, júlí 12, 2006

Szabó fjölskyldan í Arabíu

Íbúðin sem við leigðum óséða er bara fín. Hún er stór, rúmgóð og mjög björt, enda eru veggirnir bara gluggar. Ég er því smátt og smátt að skipta út rúmfötunum sem ég negldi fyrir gluggana, fyrir almennilegar gardínur. Mikið hryllilega hlít ég að vera mikið ,,privat person" mér finnst bara mjög óþægilegt að fólk geti séð inn til mín. Þó erum við á 5.hæð en það eru blokkir beggja megin við okkur þannig að það gæti sést inn......reyndar var líka mikil sól fyrstu dagana hérna, þannig að það var ekki annað hægt en að negla rúmfötin til að skýla okkur. Ætli ég sé ekki að verða búin að sauma um 15 m af gardínum, en þá eru tvö herbergi eftir.

Okkur líkar bara mjög vel við hverfið sem við búum í. Eiginlega ekkert nema arabar og svertingjar hérna, enda heyrir maður varla dönsku og núna hljómar arabísk tónlist einhvers staðar hérna neðan af götunni. Í 5 mín. göngufæri er síðan stærðar arabískt eða tyrkneskt kolaport þar sem hægt er að kaupa allskonar girnilegar matvörur. Þetta virðist vera rólegt hverfi. Sundlaug, leikvellir og leikskólar hérna rétt hjá. Kringla í göngufæri og það er rosalega grænt og gróið hérna í kring, og meira segja hægt að fá smá blett til að rækta grænmeti.

Við erum því hæst ánægð. Ég er bara að verða svolítið óþreyjufull eftir að byrja í skólanum. Reyndar farið að örla á smá efa hjá mér hvort ég hafi nú nokkuð að gera í þetta? Hvort ég geti nokkuð miðað við hina sem verða á námskeiðinu? En ég veit svo sem líka að það skiptir ekki nokkru máli hvort að ég verði langlélegasti teiknarinn eða ekki. Markmið mín taka mið af sjálfri mér en ekki því sem aðrir geta.

3 Comments:

Blogger Silja Rut said...

kommon sys...ekkert rugl, þú kannt fullt að teikna:)
gaman að sjá að allt gengur vel:)

4:38 e.h.  
Blogger the honeybee said...

Hæ Silja mín. Málið er að það er náttúrulega alltaf einhver betri, og að sama skapi alltaf einhver verri. Þannig að það er hálf tilgangslaust að vera bera sig saman við aðra. Aðalatriðið er að maður hafi gaman af því sem maður er að gera!

9:26 f.h.  
Blogger Silja Rut said...

truuue!

4:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home