miðvikudagur, júlí 12, 2006

Heil á húfi á áfangastað!

Annar júlí var sko langur og strangur dagur. Ég strengi þess hér með heit að ferðast aldrei aftur með svona mörg börn og svona margar töskur. Stelpurnar stóðu sig samt sem áður eins og hetjur, þrátt fyrir að vera rifnar upp um miðja nótt, þurfa að hanga í heillangan tíma í Leifstöð í biðröð til að geta checkað okkur inn. Fljúga yfir hafið, lenda í verkfalli affermingarmanna á Kastrup, heillangt hangs þar.

Hámarkinu var síðan náð þegar, eftir að hafa misst af einni lest til Aarhus á lestarstöðinni í Kaupm.höfn, við hlupum með grátandi börn og 13 töskur meðfram næstu lest sem fara átti þangað. Það er sko ekkert grín að þurfa að ferja 13o kg af farangri niður stiga, ásamt 3 litlum börnum og 3 kerrum, hlaupa undirgöngin og upp stiga aftur. Enda verð ég að viðurkenna að það vantaði bara örlítið upp á að ég settist bara niður og hágréti þegar við komum upp stigann og sáum að lestin var örugglega bara rétt að leggja af stað og vagninn sem við áttum pöntuð sæti í var af sjálfsögðu fjærstur okkur. Við höfðum enda engann tíma til að koma burðarkerrunum upp, það var rétt að við myndum eftir kerrunni hennar Elfar (nei djók!). Og við hefðum pottþétt misst af lestinni ef ekki hefði verið fyrir þetta yndislega fólk (örugglega 5-6 manns) sem tók að sér að hjálpa okkur. Blöskraði örugglega að horfa upp á börnin sem voru stödd víðsvegar um pallinn háskælandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home