föstudagur, júlí 14, 2006

Lítill heimur..

Jæja, ég er búin að sjá það að það þarf ekki að vera dýrt fyrir mig að seðja fíknina hérna í Arósum. Ég verð nefnilega að viðurkenna að ég er haldin smá SA (shopaholism). Þetta hellist yfir mig alltaf öðru hvoru. Hér í Árósum er ég hins vegar búin að finna einar 10 búðir sem selja notaðar vörur (vel af sér vikið á fyrstu vikunni!), og þær eru örugglega miklu fleiri. Þannig að nú er auðvelt, þegar ég finn þörfina hellast yfir mig, að skella sér í genbrugsbutik og versla sér eina peysu eða bol á 10kr.

Ég var einmitt í verslunarleiðangri í dag, að leita að húsgögnum. Ég fór nefnilega í IKEA um daginn og fannst alveg aaagalega freistandi að kaupa bara þar allt sem okkur vantar. Ég ákvað hins vegar, eftir að hafa dregið andann djúpt 10x, að reyna að vera svolítið útsjónarsöm og athuga hvort ég finndi ekki eitthvað að þessu notað. Og afraksturinn í dag var; Einn cosy hægindastóll, stórt eldhúsborð, eldhússtóll, ungbarnarúm, stofuhillur og hillur fyrir bað á 675 d.kr. Bara vel sloppið held ég.

Já og hvern haldið þið að ég hafi rekist á niðri í bæ í dag? Óskar skólastjóra og fjölskyldu!

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sko þig Linda mín, mér líst vel á þetta, mamma

10:00 f.h.  
Blogger the honeybee said...

uh...á breytinguna eða hvað?

10:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

nei á hagsýnina, hvaða breytingu ertu að meina?

2:36 e.h.  
Blogger the honeybee said...

Nú að anon geti commentað líka...sem by the way, ég hélt einu sinni að væri tónskáld ( hann Anon) að því að það voru svo mörg lög tileinkuð honum í tónlistarsögubókinni í Kennó. Duh..!

2:44 e.h.  
Blogger Silja Rut said...

hahaha, já hann anon gamli, hann er hress:)

4:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Your are Nice. And so is your site! Maybe you need some more pictures. Will return in the near future.
»

2:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Very pretty design! Keep up the good work. Thanks.
»

7:04 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home