fimmtudagur, júlí 13, 2006

Óvænt útsýnisferð.

Við Yrja lentum óvart í langri útsýnisferð um Árósa í dag. Við vorum búnar að vera að rölta í bænum og langt liðið á daginn, kom þá ekki strætóinn okkar, nr. 16 aðvífandi. Ég hafði reyndar ætlað mér að kíkja inn í efnabúð þarna rétt hjá, til að kaupa meira efni í gardínur, en ákvað að fyrst vagninn okkar kom þarna, að það væri ágætt að drífa sig bara heim!

Jæja klukkustund síðar snérum við aftur á sama stað niðri í bæ, eftir að hafa farið í þveröfuga átt við þá réttu og lent á endastöð. Nú veit ég það að 16 þarf ekki að vera það sama og 16, þeir keyra víst í báðar áttir vagnarnir, og ef maður vill ekki eyða því meiri tíma í að skoða þetta annars fallega umhverfi Árósar, þá er víst best að lesa utan á vagnana í hvora áttina þeir fara fyrst. Reyndar vorum við ekki þær einu í vagninum sem gerðu þessi mistök. Yrja svaf þetta bara allt af sér.

Annars uppgötvaði ég það í dag að ég er greinilega á einhverju öðru veðurbelti en danirnir. Mér fannst bara þokkalega heitt, var bara á hlýrabol, á meðan danirnir sem stigu inni í vagninn voru margir í flíspeysum og úlpum. Sá meira segja eina með þykkan trefil. Hitinn var að vísu bara 18 gráður og skýjað í þokkabót. Brrrrr......

3 Comments:

Blogger Silja Rut said...

...datt þér samt í alvörunni ekkert auðveldara nafn í hug á þessa síðu elskan?;)

4:40 e.h.  
Blogger the honeybee said...

nei, ég var svo innilega tóm eitthvað þegar ég gerði síðuna, og þetta nafn bara suðaði í hausnum á mér.....

9:05 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Very best site. Keep working. Will return in the near future.
»

7:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home