Ókeypis nammi...
Mér hefur alltaf fundist það vera eins og að komast í ókeypis nammibúð, að koma inn á bókasöfn. Þú þarft ekkert að borga, en mátt fara út með fangið fullt af allskonar gúmmelaði. Að koma inn í svona lítinn kassa þar sem liggja leiðir í allar áttir. Viltu læra ljósmyndun, skrautskrift eða útsaum? Lesa sögu forngrikkja, Mozarts eða Inkanna? Læra spönsku, arabísku eða ítölsku? Stelast í unglingabækurnar? Eða bara slappa af með góðan krimma eða ástarsögu? Það er heill heimur inni á bókasafninu.
Þess vegna var ég svo ánægð þegar ég uppgötvaði að það er bókasafn í 2 mín. göngufæri frá íbúðinni okkar (já, það er sko ekki mikið mál að vera án sjónvarps, á meðan ég hef bækur!). Mér hafði verið sagt að ég þyrfti að vera með cpr. nr (danska kennitölu) til að fá ókeypis bókasafnsskírteini. Þegar kennitölurnar komu svo með póstinum á föstudaginn, þá rauk ég niður í bókasafn (eins og illa haldinn fíkill), vissi nefnilega að það lokaði eftir 20 mín. Digital ljósmyndun, yes, föndur fyrir börnin, listasaga, yes, vatnslitamálun, Trinny og Susannah, klæðnaður muslimakvenna, yes, yes, yes, heimabakað brauð, vá! Ég var ekki lengi að fylla fangið af bókum, skellti þeim á borðið; Fá þessar takk!
Sniff, þá var víst ekki nóg að hafa cpr.nr, heldur þurfti ég að vera komin með Sygesykringskort. Hrmpfff....nú veit ég hvernig barni líður, sem fær ekki nammið sem því var lofað. En........sygesykringskortin komu í póstinum í dag, þannig að, ha, ha ha, ég dríf mig sko strax á mánudaginn og fæ mér bækur.
Svo á örugglega eftir að líða yfir mig að spenningi þegar ég fer og kíki á aðalbókasafnið niðri í bæ. Ég svitna bara. Það er náttúrulega stórhættulegt fyrir svona manneskju eins og mig að hafa svona mikið úrval.
Þess vegna var ég svo ánægð þegar ég uppgötvaði að það er bókasafn í 2 mín. göngufæri frá íbúðinni okkar (já, það er sko ekki mikið mál að vera án sjónvarps, á meðan ég hef bækur!). Mér hafði verið sagt að ég þyrfti að vera með cpr. nr (danska kennitölu) til að fá ókeypis bókasafnsskírteini. Þegar kennitölurnar komu svo með póstinum á föstudaginn, þá rauk ég niður í bókasafn (eins og illa haldinn fíkill), vissi nefnilega að það lokaði eftir 20 mín. Digital ljósmyndun, yes, föndur fyrir börnin, listasaga, yes, vatnslitamálun, Trinny og Susannah, klæðnaður muslimakvenna, yes, yes, yes, heimabakað brauð, vá! Ég var ekki lengi að fylla fangið af bókum, skellti þeim á borðið; Fá þessar takk!
Sniff, þá var víst ekki nóg að hafa cpr.nr, heldur þurfti ég að vera komin með Sygesykringskort. Hrmpfff....nú veit ég hvernig barni líður, sem fær ekki nammið sem því var lofað. En........sygesykringskortin komu í póstinum í dag, þannig að, ha, ha ha, ég dríf mig sko strax á mánudaginn og fæ mér bækur.
Svo á örugglega eftir að líða yfir mig að spenningi þegar ég fer og kíki á aðalbókasafnið niðri í bæ. Ég svitna bara. Það er náttúrulega stórhættulegt fyrir svona manneskju eins og mig að hafa svona mikið úrval.
2 Comments:
Keep up the good work. thnx!
»
Very pretty site! Keep working. thnx!
»
Skrifa ummæli
<< Home