miðvikudagur, júlí 19, 2006

Í gettóinu

Ég fékk konu frá ungbarnaeftirlitinu í heimsókn í gær. Hún vildi bara fá að kíkja á Elfi og allt í fínu með það. Nema svo spurði hún hvort við vissum að við byggjum hérna í miðju gettói? Duhh.. já ég var nú eiginlega búin að fatta það. Þegar 9 manns af hverjum 10 eru með slæðu, svartir eða mjög dökkir yfirlitum þá get ég nú alveg dregið þá ályktun að þetta svæði sé ekki alveg venjulegur þverskurður af Danmörku. Mér fannst eins og hún héldi að ég myndi bara stökkva upp úr sófanum í mikilli geðshræringu.

Þegar talið barst síðan að leikskólum fyrir eldri stelpurnar, þá spurði hún hvort ég gerði mér grein fyrir því, að ef ég set stelpurnar í leikskóla hérna í hverfinu, þá eru kannski eingöngu innflytjendur á þeim? Uhh....já og.....? Ég nennti ekki að benda henni á að við erum nú hálfgerðir innflytjendur líka.

Annars vorum við að uppgötva algjöran gullmola hérna í hverfinu. Það er leikvöllur með allskonar leiktækjum og dóti, og ýmiskonar húsdýrum. Algjörlega ókeypis og tekur 3 mín að labba þangað. Ég verð bara að segja það enn og aftur, þetta svæði er bara alveg hreint frábært.

Af sparnaðarmálum er það að segja að ég uppgötvaði genbrugsvöruhús í dag, og fann þar þessa fínu koju fyrir stelpurnar ( I´m in thightwad heaven). Já og við hirtum eina leikeldavél með ofni af ruslasvæðinu, það er gott fordæmi sem við setjum stelpunum! He, he......

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Great site lots of usefull infomation here.
»

1:29 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Your are Nice. And so is your site! Maybe you need some more pictures. Will return in the near future.
»

6:39 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home