the-restless-honeybee

miðvikudagur, desember 19, 2007

Jólalegt

Thad er alveg yndislega jólalegt í Nässjö núna. Thad er reyndar ekki mikill snjór hérna, en hins vegar er allt hélad, hver einasta grein, hvert einasta strá thakid hvítu silfri. Ég var ad reyna ad finna út afhverju ég myndi ekki eftir ad hafa séd thessa sýn á Íslandi og fattadi svo ad vid höfum náttúrulega ekki svona mörg tré og alls ekki svona stór.

Svo kemur madur hérna upp á Sörängen og sér öll thessi ,,jólatré" bera vid raud og hvít timburhúsin, ekki furda ad madur komist í jólaskap.

mánudagur, desember 17, 2007

Saensk stundvísi...

Yfirmadurinn á leikskólanum nappadi mig ádan. Reglurnar hérna í Svíthjod eru nefnilega thaer ad barnid thitt faer adeins ad vera í leikskólanum thann tíma sem thú ert í vinnu eda skóla. Ef thú átt frí frá vinnunni thá áttu ad hafa barnid thitt heima med thér. Ég hafdi náttúrulega hugsad mér ad vinna (mála) í jólafríinu, og thad hefst núna á fimmtudaginn. Og nú kom konan og spurdi hvort ég vaeri í skolanum seinni part vikunnar. Hrmmppfff.....ég er náttúrulega svo heidarleg (stundum) ad ég vard ad vidurkenna, med semingi, ad nei ég vaeri faktiskt komin í fri á fimmtudaginn.

Ég held ad thaer séu hálf hneyklsadar á óstundvísinni í mér á morgnanna. Ég held ad svíar séu frekar stífir á svona mál. Og ég hef ekkert verid ad stressa mig á morgnanna ef ég hef vaknad of seint eda mér finnst ég thurfa ad sofa adeins lengur, thá bara geri ég thad. Vil ekki vera ad stressa Elfi á thvi ad fara í gegnum morgunrútínuna á hundradi. Oft hef ég nú samt drifid mig á lappir, til ad valda leikstjórastýrunni ekki vonbrigdum.

Naesta önn verdur samt kannski léttari. Nú thegar ég hef fengid leyfi til ad mála og einbeita mér ad barnabókinni sem ég er ad skrifa, thá tharf ég ekki lengur ad maeta í neina tíma, og ég er ad hugsa um ad laga mig svolítid ad vaktavinnunni hans Mikaels. Thá get ég kannski ordid svolítid saenskari og maett med Elfi í leikskólann á ,,réttum" tíma.